Skagfirðingabók - 01.01.1987, Qupperneq 145
FYRSTA LANGFERÐIN AÐ HEIMAN
var mjög stundaður í Ási á yngri árum Guðmundar, og hélt hann
þeirri iðju áfram er hann tók við búsforráðum, kenndi auk heldur
ýmsum bæði innan sveitar og utan. Guðmundur starfaði mikið að
félagsmálum eins og faðir hans. Hann var einn af liðsoddum
Kaupfélags Skagfirðinga á fyrstu árum þess og einn af stofnendum
rjómabúsfélagsins Framtíðarinnar á Gljúfuráreyrum 1904; sinnti
auk þess margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Árið 1936 brá Guðmundur búi og fluttist tveimur árum síðar til
Sauðárkróks. Síðustu árin dvaldist hann hjá Kristbjörgu dóttur
sinni. Þegar Guðmundur kom á Krókinn, fór hann að skrifa
ýmislegt, sem honum þótti minnisvert, bæði af sjálfum sér og eftir
öðrum. Er það nú varðveitt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, HSk.
75 8vo. Þangað er sótt sú frásögn, sem hér fer á eftir, og síðar mun
fleira birtast úr þeirri syrpu.
Guðmundur var blindur síðustu árin, sem hann lifði. Var það
nokkur raun manni, sem fylgzt hafði jafngrannt með landsmálum
og hrærzt í félagsmálum héraðsins. Lá hann þá löngum í rúmi sínu
og hnýtti á öngla meðan hann hlýddi á daglega gesti segja tíðindi. —
Guðmundur lézt í vetrarbyrjun 1954, rösklega 81 árs.
G.M.
Ég var yngstur fjögurra bræðra, sem stundum voru nefndir
Asbræður. Sigurður og Gunnar voru báðir búnir að sigla til
Danmerkur og komnir heim aftur, Sigurður giftur og farinn að
búa, Gunnar trúlofaður, gifting og búskapur framundan. Björn,
sem var ári eldri en ég, var kominn í latínuskólann, sem svo var
nefndur þá. Hann varð síðar fyrsti augnlæknir hér á landi.
Ég hafði ekkert farið og ekkert lært nema átta kapítula kverið
og biblíusögur undir fermingu og ljótt klór í skrift. Hirti ekkert
um lærdóm, vildi heldur hirða lömb og moka hesthús. Þegar ég
var á 17. árinu, fór að hreyfa sig ofurlítil löngun til bóklegra
fræða. Svo fannst mér ég vera afskiptur við bræður mína, ef ég
ætti ekkert að læra, en basla alltaf heima. Svo eitt sinn sagði ég
við föður minn: „Ég öfunda bræður mína, sem allir eru búnir
að fara að heiman og mennta sig, en ég læri ekki neitt. Mig er
143
L