Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 147
FYRSTA LANGFERÐIN AÐ HEIMAN
Hraunum í Fljótum. Þeir sögðust ekki vera á svo hraðri ferð og
meinbægni að lofa piltinum ekki að verða samferða. Þetta var
svo afráðið. Nú fóru stúlkur heldur í skapi að gera ferðamanna-
skóna og móðir mín að láta föt í poka.
Um kvöldið fór ég að spjalla við ferðafélaga mína, spurði þá,
hve lengi ég myndi verða til Siglufjarðar. Þeir sögðu minnst þrjá
daga í góðu veðri. Þeir spurðu, hvort ég hefði ekki góð skíði. Eg
sagðist ekkert kunna á skíðum. Skíðagarmar væru til, sem
enginn vildi nota. Þeir sögðu, að í svona færi gæti enginn farið
skíðalaus langa ferð. Hefði ég ekki skíði gæti ég ekki orðið þeim
samferða. Eg sagði föður mínum þetta. Hann sagði, að ég yrði
að taka fram gömlu skíðin. Eg sótti þau út í skemmu til að
athuga táböndin. Ljót þóttu Fljótamönnum skíðin, verst hve
þau væru þung og klumpsleg.
Morguninn eftir, þegar við höfðum matazt og allt var til
ferðar búið, kallaði móðir mín mig inn í gestastofu og spyr,
hvort ég kunni ekki ferðabæn. Eg sagði nei. Hún sagðist þá ætla
að hafa yfir með mér bænina:
Ég byrja reisu mín,
Jesús, í nafni þín.
Þar kvaddi hún mig, með mörgum góðum heilræðum. Svo var
lagt af stað. Allir óskuðu mér góðrar ferðar. Strax út túnið gat
ég ekki fullkomlega fylgt félögum mínum eftir. Þetta voru
þaulæfðir skíðagarpar. Ofan af Asbrúninni er dálítil brekka
niður á Eylendið. Hana flugu þeir í rokhvelli. Ég fór á skíðin,
en datt bráðlega; ég reyndi aftur, en fór á sömu leið. Þeir biðu
nú eftir mér. Páll segir, að sér lítist ekki á, að ég standi niður af
Siglufjarðarskarði. Mikael bauð mér þá að bera pokann minn,
og varð ég því feginn.
Ut og yfir Eylendið var sæmilega góð færð. Dró ég þá skíðin
og hljóp lausfóta, en mátti þó hálfhlaupa til að fylgja þeim eftir.
Þegar Eylendið þraut, versnaði gangfærið. Þar var snjórinn víða
í kálfa og sokkaband. Nú var ekki um annað að gera en brúka
145