Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 148
Þessi mynd er talin vera af Aage
Erasmus Bredahl (1850—1915),
kaupmanni á Hofsósi.
Ljósm.: W. Hölberling, Randers
Einkaeign
skíðin, þar til ég var orðinn góðan spöl eftir, þá að fara af
skíðunum og hlaupa í blóðspreng, þar til ég náði félögunum.
Þeir prikuðu upp á hverja hæð og hól, er þeir sáu framundan, til
að fá skíðabrekku niður hinum megin. Eg fann, að þetta ætlaði
að slíta mig sundur. Vildi þó ekki kvarta eða biðja þá að ganga
hægar.
Þegar kom nokkuð út fyrir Kolku, fór mér að kólna á
höndum, þó ég væri bullsveittur fyrripart dagsins, vettlingarnir
orðnir blautir, því oft höfðu lúkurnar lent í snjónum. Þannig
gekk þetta ferðalag út í Hofsós; var þá komið myrkur. Þeir
sögðust ætla að gista hér, þyrftu að komast í búð með morgni.
Sögðu, að ég yrði að fá mér gistingu. Með það hurfu þeir út í
myrkrið. Eg stóð þarna einn í myrkrinu á mölinni og fór að
hugsa, hvað gera skyldi. Þá voru ekki nema örfáir tómthúskofar
í Hofsósi með bláfátækum búendum. Eg vissi, að Páll Sig-
mundsson frá Ljótsstöðum var bókhaldari hjá dönskum kaup-
manni í Hofsósi, sem almennt var kallaður Breðdal, giftur
146