Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 150
SKAGFIRÐINGABÓK
fylgdi hún mér inn í stofu. Þar sátu kaupmaður og Páll að skrifa
reikninga og frúin að prjóna. Páll spurði um snjóinn þar efra, og
hvort væri búið að taka mörg hross. Eg svaraði því sem ég vissi.
Á meðan hafði frúin farið fram, en kom aftur með brennheitt te
og smurt brauð. Þó ég væri glorhungraður, fannst mér ókurteisi
að háma í mig brauðið, þó ekki vantaði, að blessuð frúin otaði
því að mér. Tók því þann kostinn að vera ósköp hæverskur og
sagðist vera mettur, þó ég hefði kannski getað komið meiru
niður. Nú hóf frúin samræður við mig, en þær gengu stirt, hún
var ekki góð í íslenzkunni, en skildi mig. Svo smá dró úr
samræðum okkar, enda var ég farinn að draga stórar ýsur á
bringuna og hélt því áfram allt kvöldið. Mikið langaði mig til að
fara að lúra og sofna!
Þannig leið kvöldið til háttatíma, að Páll sagði: „Við skulum
fara að hátta.“ Þegar ég gekk upp stigann, sögðu strengir og
harðsperra fullkomlega til sín. Á herbergi Páls vorn tvö rúm og
glóandi kyntur ofn. Þegar ég fór úr sokkunum, fann ég, að þeir
voru hálf blautir, svo ég lagði þá á ofninn. „Ertu nú blautur?"
spurði Páll. „Hvar eru vettlingarnir þínir? Eru þeir ekki
blautir?" „Þeir eru í kápuvasa mínum niðri og hálfblautir líka,“
sagði ég. Páll stökk niður, kom svo með vettlingana, snjóuga og
blauta og segir: „Þú ert ómögulegur ferðamaður að hugsa ekki
um að láta þurrka sokka og vettlinga í gaddhörku," því mikið
frost var alla ferðadagana.
Eg sofnaði á svipstundu og vaknaði ekki fyrr en Páll var að
klæða sig um níuleytið. Þegar hann var farinn, fór ég að hugsa
um, hve þakklátur ég mætti vera honum. Hefði hann ekki tekið
eins skarpt af með gistingarstað minn, hefði ég farið að leita að
Ljótsstöðum og aldrei fundið staðinn, í kafsnjó og brúna-
myrkri. Jafn uppgefinn og ég var, mundi ég hafa setzt niður til
að hvíla mig og sofnað á augabragði. Þá hefði snjóskaflinn orðið
síðasta hvílurúmið. Eftir því er það Páli að þakka, að ég átti eftir
að verða rúmlega áttatíu ára, eða hver veit hvað!
Meðan ég var að klæða mig, kom stúlkan með kaffi. Eg
148