Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 151
FYRSTA LANGFERÐIN AÐ HEIMAN
spurði, hvar Páll væri. Sagði hún, að þeir væru úti í búð. Ég fór
út. Var þá stillt og bjart veður, en gríðarmikið frost. Ég fór í
búðina. Þar hitti ég samferðamenn mína. Voru þeir að taka út
ýmsar vörur og láta í poka sína; sá ég, að þeir smástækkuðu. Ég
tók upp þann stærri og ályktaði, að hann væri ekki undir 50
pundum. Þótti mér það gott, hélt að þeir yrðu ekki eins
borubrattir að prika upp hæðir og hóla, eins og daginn áður.
Þegar til kom gerðu pokarnir ekkert til að hamla göngunni.
Eftir morgunmat lögðum við af stað. Varð ég nú að taka
pokann minn. Þeir sögðust ætla að gista á Heiði í Sléttuhlíð.
Ferðalagið gekk alveg eins og daginn áður, nema harðsperran
píndi mig fyrsta kastið. Ég varð að hlaupa smáspretti til að
fylgja félögunum eftir. Þó var ég ofurlítið farinn að liðkast að
nota skíðin, hefði líklega gengið betur, hefði ég haft góð skíði.
Þegar við komum móts við Yzta-Hól var orðið hálfrökkvað.
Þeir gengu nú á snið upp ofurlítinn halla, en þó spölkorn. Mér
datt í hug, að þeir væru að prika upp til að fá skíðabrekku, það
var líka rétt til getið. Þegar upp á þessa hæð kom, sögðu þeir, að
nú væri örstutt að Heiði, og skyldi ég fylgja skíðaslóð þeirra.
Með það hurfu þeir. Orðið var aldimmt, svo ég þorði ekki að
nota skíðin, óttaðist að tapa slóðinni. Nú var undanhald.
Þrammaði ég því í slóð þeirra Fljótamanna. Þegar ég kom á
hlaðið, voru þeir búnir að skafa sig upp og hurfu í bæinn með
það sama. Að vörmu spori kom fram ung stúlka, innan við
tvítugt, mjög lagleg og sérstaklega góðleg. Ég heilsaði henni.
Hún sagði: „Ósköp ertu snjóugur. Þú hefur dottið. Ertu óvan-
ur skíðurn?" Ég kvað svo vera. Hún sagði: „Komdu inn í
bæjardyrnar, ireðan þú skefur af þér snjóinn, það er svo kalt
úti.“ Hún sagðist skyldu taka við kápunni og verka af henni
snjóinn. Þá bað ég hana fyrir vettlingana mína, snjóuga og
blauta. Hún hengdi ljóslampann á stöð í dyrunum og tók við
kápu og vettlingum. Þegar ég hafði verkað af mér snjóinn,
fylgdi hún mér til baðstofu. Þar sat húsfreyja með prjóna, mikið
virðuleg kona, á að gizka um fertugt, ekkja, Ólöf að nafni. Síðar
149