Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 152
SKAGFIRÐINGABÓK
um kvöldið heyrði ég litlu stúlkuna kalla hana mömmu, en
aldrei vissi ég hvað hún hét. Oft hefur mig langað til að hitta
hana síðan, en aldrei auðnazt.1
Eftir stutta stund báru þær mæðgur mat á borð. Gerðum við
honum góð skil. Þegar við höfðum matazt, settist ég á rúm og
hallaði mér aftur á bak, þvers um rúmið, því sannarlega var ég
lúinn. Ekki veit ég hvað lengi ég var búinn að sofa, þegar ég
óljóst varð var við, að verið var að leysa af mér skóna, báða
samtímis. Það voru mæðgurnar. Síðan tóku þær mig og lögðu
mig upp í rúmið. Þó að ég vaknaði við það, lét ég ekkert á mér
bæra. Svo kom húsfreyjan með sæng og breiddi ofan á mig.
Þegar hún sneri frá rúminu, sagði hún: „Osköp hefur aumingja
pilturinn verið lúinn. Eg held að hann hafi ekkert vitað, þegar
við lögðum hann upp í rúmið.“ Eg svaf allt kvöldið, var loks
vakinn til að borða skyrhræring og mjólk. Að því búnu kom
húsfreyjan með lestrarbækur og sagðist ætla að biðja einhvern
okkar að lesa og syngja fyrir sig. Páll sagði: „Eg skal reyna að
lesa, en byrja til söngs get ég ekki.“ Mikael sagðist aldrei hafa
sungið, sama sagði ég. Þá gall Páll við og sagði, að ekki segði ég
það satt, því að hann hafi heyrt mig syngja til lesturs með föður
mínum, þegar þeir gistu í Asi. Þarna var ég orðinn uppvís að
ósannindum og þótti mér miður. Nú lögðu þær mæðgur að mér
með mörgum góðum orðum að syngja, þó ekki væri nema eitt
vers fyrir og eftir. Eg færðist undan. Þá var eins og hvíslað væri
að mér: Oft hefur þú sungið á eftir rollunum: Aldrei skal ég
eigaflösku og Sœll er sá mann, sem bafna kann, hrekkvísra okur
ráði. Það varð svo úr, að ég tók við annarri sálmabókinni, fletti
henni þar til ég fann tvö vers með þessum lagaboðum. Svo sagði
ég: „Ef ég ræðst í að byrja, verðið þið að taka strax undir.“ Ekki
var þó Páll Isólfsson búinn að kenna mér þessi skipandi orð!
1 Ekkjan hét Ólöf Ingibjörg Steinsdóttir (1831 — 1909). Var frá Vík í Héðins-
firði. Unga stúlkan, dóttir hennar, er annaðhvort Ólöf (f. 1863) eða Sigur-
laug (f. 1866), Steinsdætur. Þxr mæðgur fóru til Ameríku 1887.
150