Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 153
FYRSTA LANGFERÐIN AÐ HEIMAN
Hófst nú söngurinn. Til mikils láns fyrir mig hlýddu allir
skipun minni að taka strax undir. Lítið gagn hafði ég aftur á
móti af hugvekjunni, var alltaf að hafa yfir í huganum versið og
lagið, sem átti að syngja á eftir. Svo var gengið til náða.
Morguninn eftir, þegar við vorum ferðbúnir, krækti litla
stúlkan frá sér treyjunni op dró vettlingana mína upp af berum
brjóstunum og fékk mér. Eg varð svo undrandi, að ég gat varla
stamað fram þakklæti mínu. Þarna sá ég íslenzka gestrisni á
hæsta stigi, þegar fannhvít ungmeyjarbrjóstin voru notuð til að
þurrka vosklæði ferðamannsins. Þá voru óvíða eldavélar, því
síður miðstöðvarofnar til að þurrka spjarir; það var einungis
felhellan og hlóðarsteinarnir, meðan þeir voru volgir.
Þennan dag gekk ferðalagið líkt og hina dagana, út að Haga-
nesi í Fljótum. Þar skildu félagarnir við mig, eftir að hafa sýnt
mér Hraunabæinn, hinum megin við Miklavatnið. Yfir vatnið
var gott gangfæri. Eg hljóp við fót heim að Hraunum og gerði
boð fyrir Einar,1 hinn alþekkta sómamann, sem ég þekkti, hafði
oft ferjað hann yfir Héraðsvötnin. Eg fékk honum bréf föður
míns, þar sem hann bað Einar að láta fylgja mér yfir Siglufjarð-
arskarð. Einar dreif mig strax inn. Þegar hann hafði lesið bréfið,
sagði hann, að það væri velkomið að láta fylgja mér. En núna
væru sjófarendur að búast til Siglufjarðar niður við sjóinn. Eg
gæti kosið hvort ég vildi fara með þeim eða ganga yfir skarðið.
Eg hafði hálfkviðið fyrir þessu illræmda Siglufjarðarskarði, var
því fljótur að kjósa sjóferðina. Þá heimtaði Einar kaffið fljótt.
Fylgdi mér svo niður að sjó. Voru sjómenn þá alveg á förum.
Einar bað þá fyrir mig, og fyrir hans orð var það auðsótt. Nú
var ýtt frá landi og setzt undir árar, því logn var. Eg bauðst til
að gutla ofurlítið, því var vel tekið. Hugðist ég nú sýna Fljóta-
görpunum, að sveitastrákar gætu líka tekið í ár. Reri nú af alefli.
Þeir spurðu, hvort ég væri vanur sjómaður. „Onei. Eg er
1 B. Guðmundsson.
151