Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 154
SKAGFIRÐINGABÓK
sveitastrákur, á heima langt frá sjó. Hefi gutlað á pramma yfir
Héraðsvötnin!" En vorið áður hafði ég verið við sjó frá maílok-
um til sláttar.
Þegar við komum út hjá Strákum, vestan við Siglufjörð, kom
bátur á móti okkur, sem hafði farið úr Hraunakrók um morg-
uninn til Siglufjarðar, en komst ekki inn fjörðinn fyrir lagís, því
frostið var mikið, líklega 14—16 gráður eða meira. Formönnum
bátanna kom nú saman um að róa inn að Engidal og gista á
Dalabæjunum, ef ísinn kynni að reka út af firðinum um nóttina,
því nú var að koma sunnan frostgola, köld og nöpur. Skar sig þá
úr maður, sem var farþegi á fyrri bátnum, séra Tómas1 prestur á
Barði í Fljótum og sagði, að nú væri illa komið fyrir sér, hann
þyrfti endilega að komast til Siglufjarðar í kvöld. Bað nú
einhvern að fylgja sér inn að Dölum, kvaðst treysta á, að Páll2
bóndi lánaði sér fylgdarmann yfir svokallaðan Skjöld, þótt
orðið væri dimmt. Ég vék mér að honum og sagðist vera á leið
til Siglufjarðar og spurði, hvort ég mætti verða honum sam-
ferða. Hann sagði það velkomið. Leizt mér þó ekki vel á að
paufast yfir geysiháan fjallgarð í svartamyrkri, vildi samt ekki
sleppa ferðinni. Buðust nú tveir menn að fylgja presti að
Dölum.
Þegar þangað kom, dreif Páll okkur inn og vildi endilega láta
prest og okkur gista. Ekki var það við komandi hjá presti, gæti
hann fengið fylgdarmann. Það sagði Páll, að væri sjálfsagt, fyrst
hann sækti þetta svo fast. Eg óskaði, að prestur vildi gista, þótt
ég nefndi það ekki. Drukku nú karlarnir kaffi og brennivín útí.
Eg fylgdist eitthvað með, fannst ég lifna við það.
Var svo lagt af stað, þeir báðir lausir, en ég með poka minn.
Vegurinn var snarbrött fjallshlíð, heldur torsótt. Þegar komið
var upp á brún, snarhallaði austur af. Við stönzuðum á brúninni
og blésum mæðinni. Þeir spurðu, hvort ég væri vanur skíða-
1 Björnsson.
2 Þorvaldsson.
152