Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 155
FYRSTA LANGFERÐIN AÐ HEIMAN
maður. Ég sagðist ekki hafa komið á skíði fyrr en í þessari ferð.
Þeir sögðu, að ekki væri vogandi fyrir mig að fara á skíðin, fyrr
en komið væri niður úr gilinu. Það væri klettur neðarlega í
gilinu, sem yrði að varast. Til að sleppa framhjá honum verði að
fara sem næst norðurbarmi gilsins, þar sé mjó rás. Báðu þeir
mig umfram allt að sleppa aldrei skíðaslóð þeirra. Stigu þeir svo
á skíðin og hurfu ofan snarbrattann. Ég labbaði slóðina, en
hafði stutt farið er ég kom í lausan snjó, í hné og mitt læri.
Komst ég þá ekkert áfram og var að uppgefast. Tók ég það þá til
bragðs að binda við mig skíðin og setjast á þau. Bjóst við, að í
svona linum snjó mundi ég geta haldið nýrri skíðaslóðinni, en
brátt var ég kominn á fleygiferð. Ég bjóst við að vera á slóðinni,
en sá ekkert nema snjóinn. Þannig flaug ég með geysihraða, þar
til skíðin komu við eitthvað hart. Ég kastaðist á loft og sveif
norður og niður, þar til ég datt á bólakaf. Eitthvað kom vinstri
handleggurinn illa niður. Nú þóttist ég vita, að ég hefði farið
fram af þessum voðakletti og væri sloppinn heilu og höldnu
framhjá honum. Líklega hafa einhverjar hollvættir verið þar
nálægt.
Ég var hálfdasaður eftir byltuna, þorði þó ekki að sitja og
hvíla mig. Rölti því af stað og kom bráðlega á skíðaslóð, sem ég
hélt. Þegar ég hafði skammt gengið ofan úr gilinu, sá ég ljós
norðar og neðar. Vænt þótti mér að sjá blessað ljósið og sagði
við sjálfan mig. „A þessum bæ skal ég gista, þó þar búi forynjur
og tröll! “ Þegar ég kom heim að bænum kom hundur á móti
mér með gelti miklu, en maður stóð fyrir dyrum. Ég heilsaði,
en hann spurði strax, hvort þetta væri pilturinn sem hefði verið
samferða séra Tómasi upp á Skjöld. Ég kvað svo vera. „Það er
gott. Presturinn var orðinn hræddur um þig, þótti þú vera
búinn að vera svo lengi. En hvert ætlarðu?" „Til séra Skafta.“
„Þú átt þá stutt eftir.“ „Hvað er ég lengi að ganga þangað?"
„Hu, svo sem tíu mínútur." Þá þótti mér skömm að beiðast
gistingar, en spurði, hvort hann vildi ekki vera svo góður að
ganga þangað með mér. „Ég held, að það sé nú óþarfi. Ég skal
153