Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 156
SKAGFIRÐINGABÓK
sýna þér ljósið á húsinu hans,“ og benti mér á þrjú ljós nærri
saman og sagði, að yzta Ijósið væri á húsi prests. Það fauk í mig,
því þó mér þætti piltur þessi ekki húsbóndalegur, fannst mér
hann hafa vísað mér á dyr. Kastaði á hann kveðju og fór. Síðar
vissi ég að bærinn var Höfn. Þar bjó merkur höfðingsmaður,
Jóhann Jónsson, tengdafaðir Helga Guðmundssonar læknis, er
var ógiftur þá.
Nú var hægt undanhald, þó hafði ég ekki dug til að nota
skíðin. Komst líka á troðna slóð niður á eyri. Mér var prýðilega
tekið. Allir þóttust undrandi yfir, að ég skyldi hafa komizt ofan
Skjöld, einn í brúnamyrkri. Eg gat ekki um flugferðina yfir
klettinn illræmda og ekki, að ég hefði setzt á skíðin. Það hefði
Siglfirðingum þótt löðurmannlegt.
Nú var liðið langt á kvöld. Mikið langaði mig til að sofna og
óskaði mér heim til mömmu, þá hefði ég getað lagzt fyrir og
sofnað. Meira að segja óskaði ég þess, að hafa aldrei farið þessa
ferð. Betra hefði verið að hirða blessuð lömbin. Ég hafði aldrei
trúað, að ég gæti orðið svona uppgefinn og aðþrengdur, en
verst var ég farinn þennan síðasta dag, því olli róðurinn á
bátnum og hin erfiða ganga yfir Skjöld. En þarna var ég kominn
á leiðarenda og ferðinni lokið.
154