Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 157
BRÚARMÁLIÐ OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
eftir BJÖRN EGILSSON frá Sveinsstöðum
Afkomendur Sveins Guðmundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur í
Bjarnastaðahlíð héldu ættarmót í Argarði í Lýtingsstaðahreppi 30.
júnx 1984. I framkvæmdanefnd þessarar samkomu var Tómas Búi
Böðvarsson á Akureyri og þrennt annað fólk. Mótsgestir munu
hafa verið allt að þrjú hundruð. Daginn eftir, 1. júlí, kom fólkið
saman í kirkjugarðinum í Goðdölum. Séra Gunnar Gíslason flutti
þar stutta ræðu. Þessa daga var veðurblíða, logn, sólskin og hiti
komst upp í 20 stig.
Það sem eg tók saman um Þorbjörgu og Svein í Bjamastaðahlíð,
er ekki mikið um þau sjálf, heldur um ættfólk þeirra. Þorbjörg
andaðist árið eftir að eg fæddist, en eg mun hafa verið 9 ára þegar
Sveinn féll frá, en sá hann aldrei svo eg muni. Ættmenn Þorbjargar
bjuggu í Litluhlíð frá 1816, en frændur Sveins bjuggu í Bjarnastaða-
hlíð frá 1785.
A fyrri tíð voru hinir sjö bæir fyrir framan Jökulsá meira og
minna einangraður sveitarhluti, því Jökulsá vestari var illfær og
ófær á ýmsum tímum árs. Það var þvx mikill viðburður, þegar
einangrun var rofin og brú byggð á Jökulsá síðla sumars 1896, eftir
harða baráttu. Séra Vilhjálmur Briem hefur skrifað fróðlega og
skemmtilega um brúarmálið, og tók eg kafla úr þeirri frásögu, því
brúarmálið var baráttu- og hagsmunamál þess fólks, sem rætt er um
hér og nú.
Ætt Sveins
SvElNN var fæddur að Fremri-Svartárdal árið 1836. Foreldrar
hans voru Guðmundur Guðmundsson og kona hans Helga
155