Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 158
SKAGFIRÐINGABÓK
Steinsdóttir bónda á Þorljótsstöðum, Ormssonar bónda í Krók-
árgerði. Guðmundur og Helga bjuggu í Fremri-Svartárdal allan
sinn búskap frá 1833 til 1862, að Guðmundur andaðist, en
Helga bjó þar eftir lát manns síns til 1868.
Albróðir Guðmundar í Svartárdal var Árni bóndi í Oldu-
hrygg, faðir Indriða bónda í Olduhrygg og Irafelli. Þeir bræður
voru synir Guðmundar Tómassonar bónda á Vindheimum og
konu hans Moniku Arnadóttur frá Héraðsdal. Hún mun hafa
verið dóttir Árna Þórarinssonar og Ingibjargar Tómasdóttur, er
þar bjuggu til 1784. Monika og hennar fólk var ættað að
norðan, og á manntali 1801 er hún ein kvenna í Skagafjarð-
arsýslu með því nafni, en í manntali 1703 er engin kona í
héraðinu með því nafni.
Guðmundur Tómasson drukknaði í Hérðasvötnum 1801.
Hann hafði þá búið á Vindheimum frá 1790. Bræður hans voru
Tómás gullsmiður í Ráðagerði syðra, afi Gríms Thomsens, og
Brynjólfur bóndi í Bjarnastaðahlíð, sem þar bjó 1785 til 1818,
en þá drukknaði hann í Jökulsá. Tómás faðir þessara bræðra bjó
á Hömrum 1753 og í Sölvanesi 1762. Foreldrar Tómásar voru
Jón Olafsson bóndi í Litluhlíð og kona hans Aldís Guðmunds-
dóttir bónda á Irafelli, Björnssonar. Guðmundur var kallaður
hinn sterki. Aldís var systir Eiríks bónda á Irafelli, sem bjó þar á
18. öld til 1785. Þau systkin voru af ætt Hrólfs sterka.
Ætt Þorbjargar
Þorbjörg kona Sveins í Bjarnastaðahlíð var dóttir Ólafs Guð-
mundssonar bónda í Litluhlíð, og var hann af Skeggsstaðaætt.
Skeggsstaðaætt er talin frá Jóni Jónssyni og Björgu Jónsdóttur,
er hófu búskap á Skeggsstöðum í Svartárdal um 1740. Þau áttu
14 börn, og eru ættir komnar frá tíu þeirra. Skeggsstaðaætt er
mjög fjölmenn í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði vestan
Vatna. Nær 20 alþingismenn eru af þessari ætt. Svo mikill dugur
156