Skagfirðingabók - 01.01.1987, Qupperneq 160
SKAGFIRÐINGABÓK
Eg sem þetta rita, áleit um skeið, að eg væri af Skeggsstaðaætt
og var glaður yfir, svo mikið álit sem eg hef alltaf haft á þeirri
ætt. Petta gat raunar varla staðizt, þar sem mér hefur aldrei
orðið fé við hendur fast.
A manntali 1801 og 1816 er langamma mín, Björg á Lýtings-
stöðum, skrifuð dóttir Bjargar frá Skeggsstöðum, en það
reyndist ekki rétt, því Olafur í Valadal hafði átt hana framhjá
konunni, og móðir langömmu minnar var komin af systur
Barna-Gunnars á Skaga.
Umsögn um Skeggsstaðahjón, Jón og Björgu, fer hér á eftir.
Höfundur þeirrar umsagnar er Björn annálaritari á Brands-
stöðum:
Björg var fyrir flestum konum að skörungsskap, bústjórn,
vinnu og þrifnaði, svo að í áliti var, að trauðlega fyndist í
nálægum sveitum hennar líki.
Jón var mikið guðrækinn maður, þolinn og þrautgóður,
ráðvandur og reglumaður, en ei atgervismaður að afli né
hagleik.
Og enn segir um Jón:
Til merkis um siðavendni er það, að þá börn hans voru
svo til aldurs komin, að gagn mættu hafa af kirkjugöngu,
sat hann frammi í kirkju hjá piltum sínum, til þess að þeir
stilltu fjör sitt og tækju eftir predikuninni, sem hann
vanalega spurði þau úr. Hér með höfðu þau systkin
harðan vana, en þau voru fljótráð og mjög lífleg og þurftu
nákvæmt tillit. Þau voru næm og skilningsgóð og vel
lesandi, sem þá var lítt stundað, og urðu mikið guðrækin,
siðferðisgóð og hlýðin; fengu söngnám í bezta lagi. Ekki
var þeim fríðleiki lánaður, en fleiri af þeim sérlega lagleg á
fæti, hér með kát og fjörug.1
1 Upphaf Skeggsstaðaættar: Svipir og sagnir I, Ak. 1948, bls. 101 — 102.
158