Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 161
BRÚARMÁLIÐ OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
Olafur Guðmundsson var fæddur á Barkarstöðum árið 1817.
Foreldrar hans bjuggu þar lengi, en fluttu að Valadal 1840, og
þar andaðist Guðmundur 1843, en Ingibjörg bjó þar eftir mann
sinn til 1851.
Ólafur hafði hug og dug til að ná í efnaða og góða konu. Frá
umsvifum hans í því efni segir í Sögu frá Skagfirðingum 1843.
Höfundur þeirrar sögu á þeim tíma er Einar Bjarnason fræði-
maður á Mælifelli, samtímamaður Olafs.
Frá 1816 til 1843 bjuggu í Litluhlíð Ólafur Þórarinsson og
Þorbjörg Jónsdóttir. Þau voru barnlaus, en Ólafur átti dóttur,
Þóreyju að nafni. Móðir Þóreyjar var Arnbjörg, dóttir Halls
bónda í Efrakoti, en Hallur var sonur Jóns ríka á Bústöðum,
Gunnarssonar.
Ólafur Þórarinsson og Þorbjörg kona hans dóu bæði á árinu
1843. Þórey dóttir Ólafs tók þá við eignum föður síns, en hann
var vel efnaður og átti jörðina. Þórey bjó eitt ár í Litluhlíð,
1843 — 1844, en það ár giftist hún Ólafi Guðmundssyni, og
bjuggu þau í Litluhlíð til 1885, en fluttu þá að Giljum og bjuggu
þar til 1891.
I Skagfirzkum æviskrám 1890—1910, III, segir Þormóður
Sveinsson um Þóreyju:
Hennar var minnzt þarna í sveit á æskuárum þess er þetta
ritar, sem gjafmildrar og góðrar konu. Sveinn Stefánsson
(dóttursonur hennar), sem man hana óljóst, segir, að hún
hafi verið fremur lágvaxin en gild.
Annar dóttursonur Þóreyjar, Olafur á Starrastöðum, sagði
mér, að hún hefði verið ljósmóðir, en hvort hún var lærð er
' ' 1
ovist.
Ólafur Guðmundsson var að ýmsu leyti atkvæðamaður og
gildur bóndi. Hann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps 1851 til
1859 og aftur 1862 til 1867. Á þessu síðara tímabili var hann
1 „Yfirheyrð hjá Skaftasen á Hnausum," eins og það var orðað á þeirri tíð.
159