Skagfirðingabók - 01.01.1987, Qupperneq 162
SKAGFIRÐINGABÓK
hreppstjóri með frænda sínum Jóhanni á Brúnastöðum. Helgi
Björnsson bóndi á Anastöðum, sem var fæddur 1854 og mundi
Olaf vel, lét svo um mælt, að hann hefði verið ráðríkur og ráðið
öllu, sem hann vildi í hreppnum, þegar hann var hreppstjóri.
Ólafur fékk Litluhlíð með konu sinni, en jörðina Gilji
eignaðist hann einhverntíma á búskaparárum sínum. Síðar náði
hann undir þá jörð austurhluta Hofsafréttar, að undangengnum
einhverjum átökum við eiganda Hofs, en afréttin hafði frá
fornu fari tilheyrt Hofi.
Ólafur var mikill á velli, allt að þremur álnum á hæð, en ekki
að sama skapi gildvaxinn, samt vel að manni. Um langt árabil
var hann meðhjálpari í Goðdalakirkju og forsöngvari, enda
mikill raddmaður. Ólafur var ferðamaður á þeirra tíma vísu og
fór margar skreiðarferðir til Suðurnesja. Kristleifur á Stóra-
Kroppi getur hans í þáttum sínum og segir hann hafa verið einn
af þremur virðulegustu skagfirzku bændum, er að Húsafelli
komu á uppvaxtarárum hans. Hinir voru Jóhann Hallsson frá
Þorleifsstöðum og Sveinn Guðmundsson í Sölvanesi.1
Ólafur Guðmundsson og Þórey kona hans eignuðust tíu
börn, og komust sjö þeirra upp. Elzt þeirra var Þorbjörg kona
Sveins í Bjarnastaðahlíð, fædd 1846, Ólafur bóndi í Litluhlíð,
Sigurlaug kona Stefáns Guðmundssonar frá Giljum, Ingibjörg,
giftist Sigurði Sigurðssyni bónda í Brekkukoti, Arnbjörg og
Ólína, fluttust austur á land. Yngstur var Guðmundur bóndi á
Tunguhálsi.
Sigurlaug dóttir Ólafs fór búferlum að Daufá 1886. Árið eftir
missti hún mann sinn frá fimm börnum. Eftir það bjó hún á
Daufá til 1893 við sára fátækt. Svo að segja samfelld harðindi
voru á níunda áratug síðustu aldar, en fellisvorið 1887 var þó
verst. Eftir það voru útveguð lán handa þeim, sem verst voru
settir í héraðinu. Þá var það, að Ólafur Guðmundsson lét að
veði jarðarpart fyrir hallærisláni handa dóttur sinni, Sigurlaugu
1 Ur byggðum Borgarfjarðar II, bls. 19 og 170.
160