Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 164
SKAGFIRÐINGABÓK
I Hrakningum og heiðavegum, 4. bindi, er ritgerð, er nefnist
„Harðræði við Héraðsvötn“. Þar segir frá því, að bændur í
Héraðsdal stóðu yfir fé sínu í þrjá sólarhringa á Héraðsdals-
hólmi og misstu meira en helming af því í Vötnin. I þessari
frásögn segir svo:
I þessu aftakaveðri varð stórkostlegur fellir í Lýtings-
staðahreppi. Framtalið hjá bændum í hreppnum lækkaði
úr 573 lausafjárhundruðum 1886 ofan í 390 hundruð 1887
(eitt lausafjárhundrað var 6 ær loðnar og lembdar í fardög-
um, eða ein kýr fullgild). Yfirleitt voru það fátækustu
bændurnir, sem urðu harðast úti, og misstu margir þeirra
helming eða meira af sínum fáu skepnum. Aðeins fjórir
bændur héldu bústofni sínum óskertum. Það var góð-
bóndinn Sveinn Guðmundsson í Bjarnastaðahlíð og þrír
fátækir bændur, þeir Þorsteinn Lárusson í Hvammi,
Þórður Pálsson í Breiðargerði og Olafur Guðmundsson á
Giljum, áður stórbóndi og hreppstjóri í Litluhlíð. Hann
var þá orðinn gamall maður og flutti frá Litluhlíð að
Giljum 1885.
Brúin yfir Vestari-Jökulsá
í tímaritinu Jörð 1942 er grein eftir séra Vilhjálm Briem: „Brúin
yfir Vestari-Jökulsá."1 Séra Vilhjálmur varð prestur í Goð-
dölum vorið 1894 og þá kynntist hann því, hvílíkur farartálmi
Jökulsárnar voru í prestakalli hans. Það var um vorið, að hann
var beðinn að fara fram í dal að skíra barn eftir messu, og fór
hann með fólki, sem var við messuna. Séra Vilhjálmur segir svo
frá:
En ekki leizt mér á, þegar að ánni kom, því hún valt áfram
með straumkasti. Mér sýndist þar ekki renna vatn, heldur
kolmórauð leðja. Þess utan vissi eg, að í botni var hnull-
1 Jörð, III. ár, 5. hefti, des. 1942, bls. 379—390.
162