Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 167
BRÚARMÁLIÐ OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
Eftir messu héldu allir til baðstofu og var þá oft þröng á þingi.
Karlmenn voru í Miðbaðstofu, eldri konur og ungmeyjar í
Austurhúsi, en í Vesturhúsi var sunnudagaskóli. Par var yngstu
kynslóðinni kenndur kristindómur.
Eitt sinn var það, að séra Vilhjálmur minntist á hver nauðsyn
það væri að byggja brú á Jökulsá. Ekki var mikið tekið undir
það þá, en þetta var samt kveikjan að því, er koma skyldi. Og
svo skrifar séra Vilhjálmur:
í Miðbaðstofunni var mikið talað um brúarmálið og voru
það Vestdælir, sem þá höfðu orðið. Brúin var þeirra mál,
en ekki Svartdæla né sveitarmanna. Þeir voru málinu
vinveittir. Til meira var ekki ætlast af þeim. . . . Það er
ekki að orðlengja það: brennandi áhugi var vaknaður fyrir
því að koma brú á ána. En þá kom hitt til álita: hvernig
var þetta mögulegt? Enginn okkar dalbúa hafði komið þar
nálægt, sem brúarsmíð hafði fram farið. Við hugðum það
allmikið mannvirki að brúa læk, hvað þá aðra eins elfu og
Jökulsá var. Raunar vissum við, að nokkrar ár höfðu verið
brúaðar í sýslunni, en það var fyrir fé úr Brúarsjóði. Þann
sjóð höfðu sýslubúar stofnað árið 1874, að ráðum föður
míns, Eggerts Briem sýslumanns, til minningar um 1000
ára byggð í landinu, en þær brýr voru hver um sig minni
mannvirki en þessi brú mundi verða, og svo voru þær á
fjölfarnari leiðum, allar á sýsluvegum. Við gerðum okkur
því enga von um, að sýslunefnd mundi fallast á að koma
upp stórbrú inni í afdal, þar sem fáir hefðu hennar not.
Vestdælir komu sér fljótlega niður á, hvað gera skyldi,
en það var að biðja sýslunefndina um að láta í té allt efni í
brúna og yfirsmið. Flutning allan vildum við annast sjálfir
og leggja svo marga menn til við brúargerðina sem þurfa
þætti. Þóttumst við vel geta boðið fram mennina, þar sem
á hverjum bæ voru menn búhagir vel, bæði á tré og járn.
165