Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 168
SKAGFIRÐINGABÓK
Vil ég þar sérstaklega nefna Þórð Pálsson, móðurbróður
síra Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga. Hann var
hagur og vandvirkur svo af bar, og hafði oft verið lang-
dvölum við smíðar með lærðum trésmiðum. Eg var send-
ur til sýslunefndarmanns okkar, sem var Olafur bróðir
minn á Alfgeirsvöllum. Atti ég að heyra hans undirtektir
við þessa málaleitun okkar. Hann sagði hiklaust, að málið
mundi fá góðan byr í sýslunefndinni. „En“ sagði hann,
„eruð þið Vestdælir ekki að reisa ykkur hurðarás um öxl,
með því að ráðast í þetta, svo fámennir sem þið eruð?“ Eg
sagði honum aftur á móti, að nú hefðum við talað hver í
annan þann áhuga og kjark, að ekki væri unnt að telja
okkur hughvarf.
Næsta sunnudag gerði ég í Miðbaðstofunni heyrinkunn
erindislok mín. Varð þá fögnuður mikill, því allir vissu,
að í sýslunefndinni var því máli borgið, sem Olafur veitti
lið. Fagnaðaraldan náði fljótlega inn í Austurhúsið og
kom mörg konan fram til þess að lýsa yfir gleði sinni.
Enda var brúarmálið konunum ekki síður hjartfólgið en
mönnum þeirra. Kom það ósjaldan í ljós, því tíðförult var
þeim fram í húsdyrnar og var þá hver að stappa stálinu í
sinn karl, að láta ekki sitt eftir liggja, þegar eitthvað þurfti
að hafast að. Þess var þó ekki brýn þörf, því að hver og
einn var boðinn og búinn að gera allt, sem í hans valdi
stóð málinu til framgangs. . . .
Þegar víst þótti, að sýslunefndin yrði við beiðni okkar
og allt virtist í bezta gengi, komu örðugleikar til sögunn-
ar. Hreppsnefndin vann sem einn maður að því, að ónýta
öll okkar ráð í þessu máli. Hún reyndi með háðsglósum
og spotti að gera okkur hlægilega fyrir þessar vonlausu
brúargrillur. Jafnframt dundu yfir okkur harðir dómar.
Við vorum nefndir skýjaglópar og annað þvílíkt. En við
létum þetta ekkert á okkur fá. Eitt sinn kom oddvitinn
inn í dalinn. Aðalerindið reyndist vera það, að telja
166