Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 169
BRÚARMÁLIÐ OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
mönnum hughvarf frá því að ráðast í þessa vitleysu.
Meðal annars sagði hann: „Þegar þið eruð komnir á
höfuðið, hvað hafið þið þá við brú að gera?“ En Vestdælir
svöruðu: „Þegar við erum orðnir allslausir og hver dróg
undan okkur tekin, þurfum við hvað helzt á brúnni að
halda, svo við getum leitað til hreppsnefndarinnar að
biðja hana ásjár.“ Þegar velmeintar leiðbeiningar oddvit-
ans höfðu engin áhrif, gaf hann að lokum þær upplýsing-
ar, að öllum leiðum yrði lokað fyrir okkur að hafa fram
okkar mál, því hreppsnefndin hefði ákveðið, að skrifa
sýslumanni og segja honum að spara sér það ómak, að
reikna út brúarskatt á hreppsbúa, því hann yrði ekki
greiddur. Fyrir sveitarinnar hönd kvað hann nefndina
hafa vald til þess að neita að greiða skattinn, þar sem hann
væri ekki lögskipaður. Frá þessu yrði gengið til fullnustu
á fundi, sem nefndin héldi með sér innan fárra daga. . . .
Nú voru góð ráð dýr. Tiltækilegast þótti að boða
hreppsbúa til almenns fundar, í von um að bændur styddu
okkur gegn hreppsnefndinni. Var nú boðað til fundar á
þingstaðnum með dags fyrirvara. Síðan voru sendisveinar
látnir þeysa um sveitina, svo allir gætu vitað um fundinn í
tæka tíð. Fundarboðið var stutt: aðeins skorað á menn að
fjölmenna til þess að bjarga hreppsnefndinni frá að verða
sjálfri sér, sveitarfélaginu og jafnvel allri sýslunni til
skammar og skaða. Þetta vakti athygli og var fundurinn
vel sóttur.
Umræður urðu miklar á þessum fundi.
Hreppsnefndin vildi ekki á annað fallast, en að hafa þyrfti
vit fyrir mönnum, sem álpast ætluðu út í þetta augljósa
glapræði, „eða eruð þið, aðrir hreppsbúar, viðbúnir að
taka við þeim á sveitina, þegar þeir hafa gert sig félausa
fyrir þessa endileysu, sem þeir hafa bitið sig fasta í?“ Þetta
var borið fram með alvöruþunga af einum nefndarmanna,
167