Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 170
SKAGFIRÐINGABÓK
og vel stutt af meðnefndarmönnunum, og átti það auðsjá-
anlega að verða rothögg á málið.
Þá stóð upp öldungurinn, Olafur [Olafsson] í Litluhlíð.
Hann var maður röskar þrjár álnir á hæð og þrekinn vel.
Svo var hann raddsterkur, að sagt var, að svo væri sem
hryndu hamrar, þegar hann söng. Það sópaði að Olafi,
þegar hann gekk fram á gólfið og hóf ræðu sína eitthvað á
þessa leið: „Mér þykir skörin færast upp í bekkinn, þegar
þið sveitarmenn hafið við orð, að gera okkur Vestdæli
ómynduga. Þið skuluð ekki hugsa ykkur þá dul, að þið
þurfið að gerast okkar fjárráðamenn. Það kemur fram í
framtalinu og útsvarinu, að við kunnum að ráða yfir fé
okkar engu miður en þið yfir ykkar. Þar sem talað er um
sveitarlimi, þá hefur þeirra upphaf hingað til verið hér
niður í sveitinni, en ekki hjá okkur, og svo mun enn
verða. Það eru að vísu nokkrir sveitarómagar fram í
dalnum, en þeir eru teknir í gustukaskyni héðan neðan að,
og sýna þeir sig hvernig með þá er farið. Börnin ykkar
sveitarmanna eru ekki öll eins bragðleg og tökubörnin í
Vesturdal. Það get ég fullyrt."
Ólafur komst ekki mikið lengra fram með ræðu sína,
því að tveir eða þrír Vestdælir spruttu upp, án þess að
biðja um orðið, og reyndu hvorttveggja í senn: að sefa
Olaf og mýkja sárustu broddana í ræðu hans. Því það var
öllum dalbúum ljóst, að mikið reið á að reita ekki hrepps-
menn til reiði, enda tókst það vel. Sveitungarnir tóku létt
á öllu. Sögðu þeir enga ástæðu til að fyrtast, því allt væri
rétt sem Oiafur hefði sagt. Báðu þeir Dalamenn að ætla
sig ekki þau vesalmenni, að þeir gætu ekki heyrt sagðan
sannleikann. En Ólafur ætti virðingu skilið fyrir sköru-
lega framkomu. Komst nú kyrrð á og gott skipulag á
fundinn, en vinsemd og glaðværð varð ríkjandi. Þessu
næst var leitað atkvæða um, hverjir greiða vildu áfram
brúarskattinn. Allir greiddu því jáyrði nema hreppsnefnd-
168