Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 171
BRÚARMÁLIÐ OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
armennirnir; þeir stóðu einir uppi með sín fimm nei. Var
nú gengið frá fundargerðinni og afhent sýslunefndar-
manninum og honum falið að framvísa henni á sýslu-
fundi, ef ástæða yrði til. En það varð ekki. Hreppsnefndin
lét mál okkar afskiptalaust upp frá þessu, og er hún úr
sögunni. En fremstu mönnunum, sem í nefndinni voru,
kynntist ég betur síðar og lærði að virða þá og meta. Þetta
voru valinkunnir sómamenn, vitrir og góðviljaðir, þó að
þeir sæju ekki hið rétta í brúarmálinu.
Séra Vilhjálmur nefnir ekki nöfn hreppsnefndarmanna, en
árið 1895 voru þessir í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps: Arni
Eiríksson Nautabúi, oddviti; Sigmundur Andrésson Irafelli,
séra Jón Magnússon Mælifelli, Páll Olafsson Vindheimum og
Björn Þorláksson Kolgröf. Jóhann hreppstjóri á Brúnastöðum
var langríkasti bóndi í hreppnum. Hann studdi brúarmálið eins
og önnur framfara- og umbótamál, en hann var ráðríkur og var
oft í andstöðu við Mælifellspresta, en þeir voru líka ráðríkir.
Brúarmálið kom fyrir sýslunefnd 1895, og var því tekið
ágætlega. Nefndin skipaði tvo menn til að velja brúarstæði og
gera áætlun um kostnað. Það voru Einar Guðmundsson á
Hraunum í Fljótum og Þorsteinn Sigurðsson kirkjusmiður.
Þeir komu síðar og völdu brúarstæði og reyndist, þar sem brúin
skyldi vera, 34 álnir milli klappa. A þessum klöppum stóð síðan
timburbrú til 1923. Kostnaðaráætlun var 10 til 12 hundruð
krónur, sem var mikið fé á þeirri tíð.
Síðla sumars 1896 var brúarsmíðinni lokið. Um það segir séra
Vilhjálmur:
Eg get ekki kvatt svo gömlu brúna, að ég ekki minnist á
hennar heiðursdag, en það var dagurinn þegar henni var
komið á ána. Það voru strengdir kaðlar milli stöplanna, og
á þeim var brúin dregin yfir. Til þess þurfti mikinn
mannafla, enda hver einasti karlmaður í dalnum kallaður
þar til á tilsettum degi. Sá dagur rann upp hlýr og fagur.
169