Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 173
BRÚARMÁLIÐ OG BJARNASTAÐAHLÍÐ
fénu. Sagt var, að Sveinn bóndi í Bjarnastaðahlíð hefði rætt við
séra Jón, að nú hefði verið gott að hafa brúna á Jökulsá, en
prestur vildi lítt um ræða. Féð var í Runu fram að krossmessu,
en þá hlánaði. Þrír menn frá fjáreigendum voru á Þorljótsstöð-
um og gengu fyrir féð daglega. Þegar féð var rekið heim aftur,
var gist í Bjarnastaðahlíð og þeir bræður Guðmundur og Olafur
vöktu yfir því um nóttina og þótti erilsamt. Svo vel lánaðist
fjárgæzlan í Runu, að engin kind drapst þar, eina vantaði og
kom hún um haustið. Líklegt má telja, að eitthvað af þessu fé
hefði fallið, ef það hefði ekki komizt á haga, og varla hefði þótt
fært að reka lambfullar ær í Jökulsána.
Fjórar brýr hafa verið byggðar á Vestari-Jökulsá. Fyrsta
brúin stóð ekki nema 10 ár. Hún var af vanefnum gerð, meðal
annars af því að ekki var farið að tillögum heimamanna, en
yfirsmiður réði. Onnur timburbrúin var sett á sömu stöpla, og
man eg vel eftir henni. Hún stóð til 1923, að járnbrúin var
byggð.
Lýsing bjónanna í Bjarnastaðahlíð
í Skagfirzkar æviskrár 1890—1910,1, skrifaði Þormóður Sveins-
son um hjónin í Bjarnastaðahlíð, Svein og Þorbjörgu, og fer það
hér á eftir. Þessi mannlýsing Þormóðs er vafalaust rétt. Hann
var fæddur 1889 og ólst upp með foreldrum sínum á Skatastöð-
um til 1898. Þá fluttist hann að Þorljótsstöðum til Hjálmars
frænda síns Þorlákssonar og var þar til 1907.
Sveinn var kempulegur maður á velli, hár og þrekinn,
enda orkumaður mikill og áræðinn. Lítið eitt lotinn síðari
árin. Fremur stórskorinn í andliti, þó ekki ófríður. Góð-
mannlegur á svip og skipti sjaldan skapi. Hestamaður
ágætur og ötull ferðamaður. Verkmaður hinn mesti og
mikill búhöldur. Bætti jörðina, sem hann eignaðist, drjúg-
um. Þrátt fyrir stóran barnahóp búnaðist þeim hjónum
vel og höfðu stórt bú að lokum, enda þurftu þau enga
171