Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 175
VIÐ FUGL OG FISK
eftir SVEIN SÖLVASON Sauðárkróki
ÉG EIGNAÐIST minn fyrsta bát árið 1925, 17 ára gamall, norska
skektu, sem ég keypti af K.G., Kristjáni Gíslasyni kaupmanni.
Ekki man ég fyrir víst, hvað hún kostaði, en líklega 200—230
krónur. Það var talsvert fé, og fékk ég leyfi til að taka peninga af
arfi, sem Sveinn afabróðir minn frá Völlum hafði ánafnað mér,
en hann dó 1916, þegar ég var á 8. ári. Sá galli var á þessari sem
öðrum norskum skektum, að hún var borðlág, en pabbi bætti
einu borði ofan við, svo hún varð allgóð fleyta. Við bræðurnir
notuðum bátinn við svartfuglaskyttirí og alls konar skjökt, en
við fengum að fara með byssur 15 — 16 ára, ekki veitti af að afla
bjargar í bú. Við nafni minn Þorvaldsson, Sveinssonar sjó-
manns, skutum margan fuglinn einn veturinn, líklega 1927—28;
höfðum stundum yfir 100 fugla á dag og sóttum allt út í
Hólakotsdjúp.
Veturinn 1928 var ég á vertíð suður í Höskuldarkoti, og tók
þá skektuna góðu út í brimi. Gunnar Einarsson lands, sem
kallaður var, og Albert bróðir höfðu verið við fugl frammi á
firði, en í aftakabrimi tók bátinn út. Maður þurfti ævinlega að
vera vakandi yfir að setja bátana nógu hátt, helzt upp fyrir
hæsta brimborð, ef mögulegt var.
Næstu vetur var ég á vertíð suður í Höskuldarkoti, og
veturinn 1932—33 fór Kristján bróðir með mér suður. Og
veturinn þann smíðaði pabbi trillu handa okkur bræðrum
þremur, okkur Kristjáni og Sölva. I bréfi Sölva til okkar 27.
173