Skagfirðingabók - 01.01.1987, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
febrúar 1933 segir m.a.: „Viðurinn í bátinn okkar kom með
Esju um daginn, en þeir eru ekki búnir að innleysa hann . . . Ég
keypti tvær eplatunnur hjá Briem og er byrjaður að búa til
stampa til að beita í.“ Hinn 4. marz er „pabbi. . . nýbyrjaður á
bátnum og er búinn með kjölinn og afturstefnið og er að enda
við framstefnið. Það er ekki búið að taka út viðinn enn, því
fiskipeningarnir eru nýkomnir,“ segir Sölvi í bréfi. En 1. apríl
skrifar Albert bróðir okkur Kristjáni: „Nú erum við búnir að
byrða bátinn. Hann er svipaður á lengd og Andvari, en ca. 10
tommum mjórri, hefir ágætis viðtök á báðum endum. Hann er
snarsoga og var því mjög erfitt að fá bönd í botninn og höfum
við því ekkert smíðað í nokkra daga, en í dag fengum við stóra
rótarhnyðju hjá Nonna Dema [Jóni Nikódemussyni] og höfum
verið að fletta henni í dag svo nothæf verði. Til vélarinnar þarf
að panta nýja skrúfu og fleira smávegis. . . .“ 19. apríl segir
Jónas bróðir í bréfi, að ekki sé búið að benda bátinn, „en [þeir]
eru langt komnir með það.“
Þetta var 2Vi tonna trilla, úr furu, nema kjölur og stefni úr
eik. I hana var sett glóðarhausvél, þriggja eða fjögurra hestafla,
sænsk. Hana fengum við úr bát, sem brotnaði hér við bryggj-
una. Svo var fleyið sett á flot og hlaut nafnið Baldur. Hann
gekk allvel, og við vorum t.d. um hálfan annan tíma út í
Drangey; þær voru býsna kraftmiklar þessar gömlu glóðar-
hausvélar, en vandmeðfarnar. Við hófum svo útgerð vorið 1933
og gekk sæmilega.
Mannskaðaveðrið 2. desember 1933
Aðfaranótt 2. desember rerum við á Baldri norður og austur í
Austurálinn. Við vorum á Reykjarhólnum, nokkuð fyrir innan
Hofsós, og byrjuðum að draga línuna með morgninum. Þá
voru með mér Kristján bróðir, Guðvarður Steinsson bílstjóri og
Þorvaldur Sveinsson, þá hátt á áttræðisaldri. Blæjalogn var, og
við drógum línuna inn eftir, og var aflinn heldur tregur. Þegar
174