Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 177
VIÐ FUGL OG FISK
við áttum um það bil hálfan stokk eftir að miðbóli fór að hvessa
á sunnan, og ekki þarf að orðlengja það, að meðan við drógum
þessa öngla að bólinu, skall á sunnan ofsarok eins og hendi væri
veifað. Við réðum ekki við neitt og skárum á línuna og
reyndum að berja inn fjörð. Það var rétt að báturinn lét að
stjórn, og Kristján hélt vélinni gangandi af stakri prýði. Eg
þorði ekki að taka kósinn vestur fjörð og fá vindinn í hliðina
með bátinn svona léttan, hélt því beint upp í, og eftir a.m.k.
tveggja til þriggja tíma barning komumst við inn á Naustavík í
var — og þar drap vélin á sér, hafði sótað toppstykkið. Kristján
hreinsaði vélina, og síðan héldum við inn með Nesinu eins
grunnt og við þorðum og upp með Sandi eins nálægt og
hættandi var. Og til marks um rokið má geta þess, að sífellt
rauk yfir okkur, þótt við værum nánast uppi í fjöru. Við náðum
svo heilu og höldnu að hafnarbryggjunni.
Sauðárkróksbátar voru að tínast inn fram á næsta dag, Aldan
og Njörður. Þeir komust undir Skaga, inn á Sandvík og Selvík,
og bárust af þeim fregnir um símann.
Daginn fyrir þetta voðaveður hafði verið ball á Króknum
eins og venja var á fullveldisdaginn. Þar voru meðal annarra að
skemmta sér Ingvar og Hólmar Magnússynir, og þegar að
loknu balli báru þeir bjóð sín um borð í stórt fjögurra manna
far, sem þeir höfðu þetta haust að láni hjá Jósef Jósefssyni frá
Hofi. Með þeim reri Þóroddur Sigtryggsson á Spítalanum, sem
kallaður var. Þeir reru austur í Nesbrúnina, norður af Nausta-
víkinni, í norðvestur frá Nestánni. Þá var stillilogn og blíða, og
sofnuðu þeir bræður hvor í sínum bátsendanum, þegar þeir
voru búnir að leggja línuna, en Þóroddur gætti bólsins. Þegar
þeir voru á veg komnir með dráttinn fór að hvessa, og urðu þeir
að sleppa endanum milli bjóða til þess að berjast við ofsann,
settu upp mastur og komu upp fokkunni, en meira þoldi
báturinn ekki. Ingvar stýrði, Þóroddur jós, en Hólmar reyndi
að halda saman seglinu, sem þegar byrjaði að losna. Þannig
sigldu þeir vestur í Vesturbrúnina, og alltaf herti veðrið, unz
175