Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 180
SKAGFIRÐINGABÓK
Aðfaranótt 14. desember reru 5 bátar frá Sauðárkróki. Með
mér voru á Baldri Kristján bróðir og Þorsteinn Sigurðsson,
Steini mótoristi kallaður hér á Krók. A Oldunni, fjögurra tonna
báti, var Bjarni Sigurðsson formaður, eins og áður var sagt, en
hásetar hans voru Ásgrímur Guðmundsson frá Fagranesi, Björn
Sigmundsson frá Hofsósi og Magnús Hálfdanarson frá Hólkoti
á Reykjaströnd. Á Björgvin, sem var um það bil fjögur tonn,
var Lárus Runólfsson formaður. Með honum reru Guðjón
Jósafatsson og Ásgrímur Einarsson kenndur við Ás. Leiftur var
á þriðja tonn, formaður Pálmi Sighvats, og með honum voru
Björn Jóhannesson, Sigurður Tómasson og Friðrik Árnason,
allir héðan úr bænum. Loks var Njörður, um þrjú tonn.
Honum stýrði Sigurjón Pétursson, en aðrir um borð voru
Margeir Benediktsson og Sveinn Þorvaldsson. Allir þessir bátar
reru upp úr lágnættinu.
Fyrsta óveðursspá fyrir Norðurland kom klukkan 10 að
morgni laugardagsins 14. desember: „N-hvassviðri og snjó-
koma“ og klukkan 19.10 um kvöldið var lýsingin þessi: „N-rok
og snjókoma með 4 — 7 st. frosti vestanlands og nyrðra allt til
Eyjafjarðar. Austanlands er veður enn kyrrt með allt að 1—2 st.
hita, enda er lægðarmiðjan á þeim slóðum en mun færast A-
eftir, svo að varla líður á löngu, áður skellur á þar einnig. Mun
N-átt haldast næsta sólarhring en lægir eitthvað vestanlands á
morgun.“'
Við á Baldri rerum eitthvað á fjórða tímanum og vorum
líklega síðastir. Við rerum með línu, 21 stokk, og héldum út
með Strönd í blíðalogni, en dimmt var þá yfir. Við fórum
norður fyrir Reykjadisk og byrjuðum að leggja í norðaustur frá
honum, í stefnu innanhallt við Kerlingu, utan Hryggjar, sem
kallað var, en þar fékkst oft fiskur, þótt annars staðar væri
1 Veðurspárnar eru fengnar úr skjölum Veðurstofu íslands fyrir meðal-
göngu Magnúsar Jónssonar veðurfræðings, og kann höf. honum beztu
þakkir fyrir ómakið.
178