Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 181
VIÐ FUGL OG FISK
ördeyða, og mun svo enn vera. Þegar við vorum að leggja annan
stampinn, fór bátur fyrir framan okkur á innleið, og þekkti ég
þar Lárus Runólfsson á Björgvin og bölvaði fast, því ég hélt
hann væri að fara milli bóla og við værum því að leggja línuna
okkar yfir hans. En við lukum við að leggja og áttum endann
rétt innan og vestan við Kerlingu. Enn var stillilogn, og slík var
blíðan, að við létum ekki út bólið. Við urðum varir við bát
norður og vestur af okkur og vissum, að þar var Pálmi Sighvats
á Leiftrinu. Aldan og Njörður reru lengra, norður á Skerja-
grunnshorn. Þegar við vorum búnir að leggja fór Kristján eitt-
hvað að sýsla við vélina, en við Steini settumst tilfætis fram í
lúkarsmyndinni, ég með bakið í stjórnborða, hann í bakborða,
og matarkassana höfðum við á hnjánum. Líklega hefur runnið
eitthvert mók á mig, því ég hrökk upp, og mér fannst standa
kerling fyrir framan mig, öll þakin grýlukertum, og af henni
lagði slíkan óhugnað og kulda, að ég hrökk upp með andfælum,
kallaði til Kristjáns og spurði, hvort ekki væri gott veður. Og
enn var blæjalogn. Eg leit upp um lúkarskappann til himins, og
þá rofaði kafann svolítið upp, svo að ég sá til lofts og tók eftir
því, að komið var norðan rokfar á skýin í háloftunum. Eg
kallaði því til Kristjáns, að við skyldum byrja að draga og
hnippti í Steina. Þeim þótti stutt legið, en við byrjuðum samt,
og þó var enn myrkur. Þegar við vorum búnir að draga um fjóra
stokka, gerði hvasst vestanél ofan af Skaga, en öggulaust var ei
að síður. Elið stóð mestallan tímann, sem við vorum að draga,
en birti upp, þegar við áttum eftir 5—6 stokka, og var þá bjart af
degi, og eftir atvikum hafði sæmilega fiskazt. Við sáum, að til
hafsins var kominn kolsvartur hríðarveggur, nema lýsti undir
við Skagatá. Hjá okkur var enn bezta veður og sjólaust. Steini
dró, og vestangolan hjaðnaði meðan við drógum síðasta stokk-
inn á seinni tímanum í 12. Mér er minnisstætt í ljósi þess sem
varð, að Steini sagði, þegar hann innbyrti endabólið: „Eg held
það ætli ekki að verða neitt úr þessu." I sama mund byrgði hann
glennuna yfir Skagatá, en sem fyrr var gott veður og sjólaust.
179