Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 184
SKAGFIRÐINGABÓK
eins og dagblöð út í loftið og allir spottar með, og síðan
brotnaði mastrið og fauk fyrir borð. Báturinn fór hring
eftir hring, hrakti undan veðri og þó líklega einkum
straumi og fór hratt. Leiftrið var þungt í sjó, eins og
klettur, en báturinn var afar stöðugur, lyfti sér seint, og
saup inn á sig.
Við sáum aldrei land og hröktumst að líkum stórskipa-
leið inn fjörð. En allt í einu sáum við Nesvitann, einn
glampa, aðeins einn og rétt innan við okkur, og þá
áttuðum við okkur, fundum afstöðuna, og Pálmi sagði við
Sigurð: „Farðu afturí og stýrðu eins og ég segi.“ Við
jusum og jusum, og Sigurður stýrði, og báturinn lét
sæmilega að stjórn. Við náðum siglingu yfir fjörðinn og
komum réttir að bryggjunni. Þar var olíu hellt í sjóinn,
við hentum út fiskinum á seil, en straumurinn hreif hann
þegar og skilaði á land miklu innar í fjörunni, hjá Víkings-
flakinu. Olían rauk á sjónum, ýrðist yfir okkur, og ég
fékk eitthvað ofan í mig — og skilaði því snarlega, þegar
upp á bryggjuna var komið. En handtök manna voru
fumlaus og ákveðin, þegar bátnum var snarað upp á
bryggju.
Óvíst er, hvernig okkur hefði reitt af, ef ekki hefðum
séð Nesvitann og náð að hafa siglingu inn að bryggju. Við
hefðum annars þurft að hleypa til brots við Sandinn, og
þá er ekki víst, að allir hefðu komizt af.
Þetta var erfið sigling, og ég var kófsveittur allan tím-
ann, þótt kalt væri í veðri.
Þetta voru orð Björns Jóhannessonar, sem nú er einn á lífi
þeirra Leiftursmanna. Ég minnist þess, að stýrisútbúnaður
Leiftursins var þannig, að stýristaumarnir lágu um talíur á
hvorum borðstokk og aftur í þverslá, sem fest var ofan á stýrið.
Þetta var ólánsbúnaður, því þversláin var stutt, og því þurfti
geysileg átök til að halda bátnum þegar illa viðraði. Þessu var
182