Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 187
VIÐ FUGL OG FISK
dragnótinni, þóttist hann bera kennsl á ýmislegt úr fórum
þeirra Njarðarfélaga. Sveinn sonur hans fór í þennan róður fyrir
hreina tilviljun. Jón Edvald var háseti Sigurjóns, en fékk sig
lausan. Sigurjón hugðist fá Gunnar Jóhannesson frá Kleif til að
hlaupa í skarðið og gekk suður Freyjugötuna til að ræða við
hann og mætti Sveini við brúna yfir Sauðána. Þeir tóku tal
saman, og m.a. barst í mál erindi Sigurjóns, og bauðst Sveinn
þegar til að fara í róðurinn. Móðir hans, Rósanna Baldvinsdótt-
ir, þrábað hann að róa ekki, en hann lét ekki haggast og sló á
frest að sinna einhverju erindi með Friðvin Þorsteinssyni, mági
sínum.
Þetta fjarskaveður olli víðar mannskaða en á Sauðárkróki, og
alls munu hafa farizt 25 menn. Það voru því daufleg jól í
mörgum sjávarplássum.
Aflabrögð og sjósókn
Við rerum á Baldri til 1946. Hann reyndist alltaf ágætlega, varði
sig vel og var gott skip, þegar á allt er litið, og þurfti þó að hafa
fulla aðgæzlu þegar bára var kröpp. Hann var svo stuttur, að
hann vildi stinga skutnum ofan í á móti krappri báru. Einu sinni
vorum við með bátinn sléttfullan af fiski, höfðum beitt loðnu
og lagt inn og austur af Hólmanum og upp á Bessakotið, sem
svo var kallað. Við byrjuðum að draga á Bessakotinu, drógum
inn og fengum góðan fisk. I dráttarlok kom hann á suðaustan,
býsna hvass. Eg hugsaði mér að fara fyrir innan Hólmann, en
varð að snúa við vegna þess að báran var svo kröpp, að báturinn
stakk sér djúpt að aftan. Við lónuðum því norður fyrir Hólma
og upp í Sund framundan Ingveldarstöðum. Svona skot komu
alloft, en stóðu stutt, lygndi þegar sólin gekk á áttina, sem við
kölluðum. Það var oft kröpp sunnanbára inn og austur af
Hólmanum, ef til vill eru þar einhver straumamót.
Við vorum einungis með línu og færi á Baldri, net lögðum við
naumast í sjó. Stundum komu loðnuhlaup, og þá beittum við
185