Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 189
VIÐ FUGL OG FISK
setninguna og héldum í land með aflann, fullan bát, og út aftur
með síðustu stokkana, lögðum þá og áttum endann út um
Hólma. Þá drógum við aðra lögnina og mokfiskuðum. Þetta
varð tæplega tveggja sólarhringa törn, en hún borgaði sig.
Mestallan þann tíma, sem ég var til sjós, var aflinn verkaður í
salt eða hertur. Kaupfélagið leigði okkur húspláss þar sem nú er
trésmíðaverkstæði þess, en Steindór Jónsson seldi fyrir okkur
fiskinn. Haust- og vetrarfiskur var yfirleitt hertur, en vor-
fiskurinn saltaður. A sumrin rerum við yfirleitt ekki, enda var
það bezti tíminn til að fá aðra vinnu. Afkoman á sjónum var
heldur léleg, en aðra vinnu var ekki að fá, svo þessi kostur var
nauðugur. Við lögðum kapp á að fá betur launaða vinnu á
sumrin. Eg var t.d. í síld á Siglufirði sumarið 1934, og sumurin
1937—39 vorum við Kristján í hafnargerðinni.
Fyrirdráttur og skotveiði
Þegar ég var strákur á árunum 1910—20 tíðkaðist að draga fyrir
kola snemma á vorin. Nótinni var kastað allt að 100 faðma frá
landi, þegar lengst var farið, og dregin í land. Allt að 6 menn
þurfti á tóg, sem var lagt yfir herðarnar, og síðan gengu menn
þungum skrefum, stundum til lítils, en alténd fengu þeir að eta
upp úr krafsinu, nýmeti. Einhverju sinni var kolaveiðin treg og
vildu menn hætta, orðnir þreyttir af átökunum, því þetta var
erfiður dráttur. Olafur Jóhannsson á Eyrinni vildi halda áfram,
og orti þá Sölvi faðir minn þessa vísu:
Sveigir geira sérdrægur
segist meira þola,
þumbast Eyrar-Ólafur,
enn vill fleiri kola.
Um þetta leyti mun hafa byrjað lagnetaveiði á kola, og mér
var sagt, að kaupmaður Ludvig Popp hafi komið með fyrstu
kolanetin; sjálfsagt kynnzt þessari veiðiaðferð ytra. Hann mun
hafa verkað kola í salt og flutt út að einhverju leyti. Löngu síðar
187