Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 196
SKAGFIRÐINGABÓK
þvert fyrir stefnið, að ég stími á hann, og varð það talsverður
hnykkur, svo strákarnir þutu upp úr lúkarnum, töldu víst ég
hefði sofnað og báturinn tekið strikið upp í land. Eg sagði þeim
hvers kyns var, og stóðu þeir í rúminu rétt við kappann
stjórnborðsmegin og hölluðu sér út að borðstokknum. Rétt í
því kemur hann aftur upp, grár hvalur á stærð við hrefnu,
birtist aftan við skutinn stjórnborðsmegin og renndi svo fram
með síðunni, stakk sér fram undir kinnunginn, sló sporðinum
upp á við, í rekkverkið, svo það lagðist inn rétt við höfuð
strákanna. Eg sigldi í króka til að losna við dýrið, en það kom
alltaf eins að, svo ég þverbeygði upp á grynnra vatn, en hann
elti okkur alla leið upp undir Brúnkollu, sker austan við
Grunnsundið fram af Ingveldarstöðum. Þorvaldur Sveinsson
fullyrti þetta hefði verið katthveli. Þau hefðu oft þann háttinn á
að nudda sér utan í báta, líklega til að losna við einhverja óværu.
Úlfurinn
Við bræður eignuðumst annan bát í stríðinu, Ulf Uggason,
keyptum hann af Skafta á Nöf, 10—14 tonna dekkbát, af-
bragðsfleytu. Við gerðum hann út á línu og snurvoð og gekk
ágætlega, og áfallalaust að öðru leyti en því, að vélin brotnaði
niður. Orlög Ulfsins urðu þau, að hann sökk. Hann lá við
„múrningu“ á höfninni, en í suðaustanroki ókláraði hann legu-
færið, dró það, og barði afturendanum í hafnargarðinn. Við
komumst ekki um borð, og báturinn brotnaði þarna við garð-
inn. Þar með lauk útgerð okkar bræðra. Við fengum bátinn
bættan og hurfum til annarra starfa.
Þáttur þessi er þannig saminn, að undirritaður skráði eftir
Sveini Sölvasyni frásagnir hans, með hléum, sumurin 1981 —
85, vélritaði upp og skeytti saman. Síðan var vélritið borið
saman við ýmsar tiltækar heimildir. Að því loknu las sögu-
maður þáttinn, leiðrétti og bætti við. I þeim búningi las
Hólmar Magnússon ritsmíðina, jók við, leiðrétti og gerði
194