Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 198
EFTIRMÁLI
Sögufélag skagfirðinga var stofnað 16. apríl 1937 og er því hálfrar aldar
gamalt um þessar mundir. A vegum þess hafa komið út a.m.k. 27 rit, auk
Skagfirðingabókar, en þetta hefti er hið 16. í röðinni á tuttugu árum og
einu betur.
Stofnendur Skagfirðingabókar, Hannes Pétursson, Kristmundur
Bjarnason og Sigurjón Björnsson, mörkuðu ritinu í upphafi þá stefnu, sem
ritstjórn hefur fylgt: að birta þætti og ritgerðir um ,skagfirzk fræði‘ í
víðasta skilningi. I þessum efnum hefur bókin verið vettvangur lærðra og
leikra, og í heild er lesmál bókarinnar afar fjölbreytt. Fyrir atbeina
ritstjórnar hafa fjölmargir höfundar ritað í bókina og leitað hefur verið
fanga í söfnum.
Þegar stofnendurnir ýttu úr vör, söfnuðu þeir áskrifendum að ritinu,
sendu út boðsbréf, þar sem væntanlegir kaupendur gátu skráð sig og veitt
bókinni stuðning til að hefja sig á legg. Með þessum eftirmálsorðum fylgir
mynd af meginmáli boðsbréfsins, en það mun vera í fárra manna höndum.
Nú eru kaupendur bókarinnar um 600 talsins, og eru þeir sjálfkrafa í
Sögufélagi Skagfirðinga og fá keyptar bækur félagsins á sérstökum kjör-
um, ef þeim býður svo við að horfa. Flestir áskrifendur Skagfirðingabókar
búa heima í héraði, en fullur þriðjungur á þó heima annars staðar.
Ritstjórn Skagfirðingabókar minnist afmælis félagsins með tvennum
hætti. Upphafsritgerð bókarinnar fjallar að þessu sinni um Sigurð sýslu-
mann, fyrsta formann félagsins, og til hátíðarbrigða var afráðið að breyta
útliti bókarinnar í það horf, sem lesendur hafa fyrir augum. Hið innra
hefur lítið sem ekkert verið hróflað við því sniði, sem Hafsteinn Guð-
196