Skagfirðingabók - 01.01.1987, Page 199
Sögufélag Skagfirðinga hefur um irabil haldið uppi útgáfu skagfirzkra fræði-
rita svo sem kunnugt er. Þau hafa notið vinsælda og aukið mjög þekkingu á
skagfirzkri byggð og sögu. Um þessar mundir vinnur félagið að stóru rit-
verki, Skagfirzkum æviskrám, og er 2. bindi þess væntanlegt innan skamms.
Fyrir nokkrum árum hóf félagið útgáfu svonefndra Skagfirðingaþátta, og
var þeim vel tekið. Það álítur því bæði rétt og æskilegt, að hliðstæðri útgáfu-
starfsemi verði fram haldið jafnhliða öðrum fræðirannsóknum og hefur af-
ráðið að efna til árbókar, þar sem safnað verði saman margvíslegum fróðleik
um Skagafjörð og Skagfirðinga. Slíkt efni liggur víða falið, en hins vegar lík-
indi til, að það dreifist um of á prenti eða komi jafnvel ekki fyrir almenn-
ins sjónir, ef vettvang skortir, þar sem það á bezt heima.
Væntanlegt ársrit hefur lilotið nafnið Skagfirðingabók. Það mun koma út
að haustlagi ár hvert og í fyrsta skipti í október n.k. Aætluð stærð þess er um
það bil 160 bls. Það verður einungis selt áskrifendum, og hefur verð hvers
árgangs verið ákveðið kr. 250.00. Er þess vænzt, að kaupendur greiði kr.
100.00, þá er þeir gerast áskrifendur, en eftirstöðvarnar við móttöku ritsins.
Kostað verður kapps um að hafa efnisval fjölbreytt og frágang allan vand-
aðan.
I fyrstu Skagfirðingabókinni verður m. a. þetta efni: zEviþáttur um Bene-
dikt Sigurðsson frá Fjalli, ritaður af Sigurði Þórðarsyni frá Nautabúi; Fyrsti
kvennaskóli í Skagafirði eftir Kristmund Bjarnason; minningaþættir úr
Gönguskörðum eftir Sigurjón Jónasson frá Skefilsstöðum; lýsing Fljóta eftir
Guðmund Davíðsson frá Hraunum: endurminning um komu Stephans G.
Stephanssonar í Skagafjörð 1917 eftir Jónas Jónasson frá Hofdölum: frásagnir
eftir Jón Sveinsson frá Þangskála og þáttur af Sigvalda skálda. Þá verða og
teknar til birtingar nú og framvegis ýmsar sjaldséðar myndir úr Skagafirði.
Við undirritaðir, setn höfum tekið að okkur ritstjórn árbókarinnar, heit-
um á Skagfirðinga og aðra unnendur skagfirzkra fræða að bregðast vel við
þessari útgáfuhugmynd og trvggja henni fjárhagslegan grundvöll með áskrift
sinni.
Reykjavík, á sumarmálum 1966
Hannes Pétursson, Kristmundur Bjarnason
Sigurjón Björnsson
197