Jökull - 01.12.1956, Qupperneq 23
á jöklinum og breiðir úr sér í átt að Kambs-
mýrarkambi.
Um breytingar á jöklinum verður fátt með
vissu sagt fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Ljóst
er, að á fyrri öldum hefur Ivvíá fallið fram milli
Kambanna, þar sem síðar var farvegur Vestri-
Ivvíár. (Sbr. Rauðalækjarmáldaga 1179 og 1343
og Sandfellsmáldaga um 1570, ef marka má orða-
lag hans í þessu efni). Einhvern tíma á síðari
iildum hefur Kvíá eða meginhluti hennar breytt
um útfall og brotizt austur um skarð í eystri
Kambinn, sennilega þá vegna framskriðs jökuls-
ins. Hvenær þetta liefur gerzt, er víst ekki
vitneskju um að fá, en helzt er að geta jarða-
bóka ísleifs sýslumanns Einarssonar, 1709, og
bæjalýsingar sr. Gísla Finnssonar, sem að líkind-
um er skrifuð nálægt þeim aldamótum. Sr.
Gísli var prestur að Sandfelli 1656—1703. Segir
í jarðabók Isleifs um Sandfell: — — Reka-
fjöru á jörðin millum Hamraenda og Ivvíár,
þar sem hún rann að fornu — —Er hér átt
við Bakkafjöru, er liggur austan Vestri-Ivvíár.
Eftir orðalaginu að dæma gæti Kvíá þegar hafa
runnið í eystri farveginum alllangan tíma. í
bæjatali sr. Gísla segir svo: „----Kvísker------
jrar fyrir framan er lón, sem til forna hefur ver-
ið silungsveiði. Hamar er fram við vatnið, er
Vothamar heitir og undir hamrinum skyldi
liafa verið mest veiðin til forna — —Lýsing
þessi er að vísu ekki nákvæm, en sé það rétt,
að þá liafi verið lón þar, sem nú er Kvíáraur,
— líklega um miðju eða öllu heldur ofan til —,
bendir það vitanlega til Jress, að myndum Kví-
áraurs (Eystri-Kvíár) hafi þá ekki verið mjög
langt á veg komin, árkeilan ekki orðin sérlega
há og áin ekki búin að íylla upp lónið. F.n
ekki er ólíklegt, að jökulvatnið hafi flæmt sil-
unginn burt. Ég býst við, að lýsing klerks sé
ekki eins fjarstæðukennd og í fyrstu kann að
virðast, þegar umhverfi og aðstæður allar er at-
hugað nánar, en hér verður það ekki rakið.
Samkvæmt áðursögðu rnundi líklegast, að Kvíá
hafi breytt um útfall á 17. öld.
Er Sveinn Pálsson var á ferð um Austur-
Skaftafellssýlu 1793—1794, lýsir hann ekki jökl-
inum, svo að séð verði greinilega, hve langt
hann nær. En h. u. b. víst má telja, að staður
:á, er Itann lagði frá á Oræfajökul, sé þekktur,
og lýsing hans á jöklinum þar ber með sér
(eftir umhverfinu, eins og það er nú), að jök-
ullinn liefur náð mun hærra upp eftir „hóln-
um“ er hann lagði upp frá, en t. d. um alda-
mótin síðustu. Gefur það bendingu um, að
Kvíárjökull hafi verið mikill á þeim árum. Af
öðrum ummælum hans vitðist mega ráða, að
vart hafi jökullinn verið kyrrstæður.
Á 19. öld munu engar heimildir fyrir hendi
um breytingar á jöklinum fyrr en um 1870. Hef-
ur hann vafalaust verið að hækka og skríða fram
þá að undanförnu og hækkunin náð hámarki
um það leyti. Er sagt því til sönnunar, að eitt
sinn er Hnappvellingar voru að rýja fé í Kvl-
ármýrarrétt, en hún er undir Kambinum, nokk-
uð innarlega, hafi hrunið jakar úr jöklinum
fram yfir Kambinn og niður undir réttina, svo
að þeir töldu ekki öruggt að ljúka við að rýjá
féð og hleyptu nokkru af því út órúnu. Ekki
er mér kunnugt, hversu lengi þessi gangur í
jöklinum hefur varað. Sagt er af manni, er vel
þekkir til, að um 1890 hafi jökullinn legið
skammt innan við hábrún Kvíármýrarkambs
(a. m. k. vestan til), svo að hægt var að ganga
eftir henni að vísu, en leyfði ekki miklu af.
Mun það líka geta komið nokkurn veginn heim
við mynd af jöklinum austanverðum, er F. W.
W. Howell tók um lfkt leyti.
Slðan mun lítið vitað um breytingar á jöklin-
um eða um jökulmörkin fyrr en landmælingar
fara fram hér í sýslum 1903—1904. Víst er þó,
að gangur hefur verið i jöklinum og hann
hækkað allmjög skömmu áður, en líklega var-
að stuttan tíma. Síðan hörfar jökullinn og verð-
ur kyrrstæður nálægt þeim mörkum, sem hann
hefur á kortinu. Og lengi síðan tekur hann að-
eins hægfara breytingum. Líklega fram yfir
1915 eða lengur, þótt eitthvað muni hann hafa
lækkað og styzt. Efra megin Eystri-Ivvíár eru
tveir greinilegir stallar í Kambinum. Milli
þeirra er og annar minni. Skammt innan við
skarðið, er Eystri-Kvíá rann úr, liggur neðri
stallurinn nærri uppi í miðjum Kambinum. Á
þessu tímabili munu jökulmörkin hafa verið
við neðri stallinn þarna. Innar mun jökullinn
hafa náð hærra upp á Kambinn.
En um 1920 eða skömmu fyrr tók jökullinn
mjög að hækka. Víst er, að jökulinn, þ. e. jökul-
miðjuna, hefur borið talsvert upp fyrir Kambs-
mýrarkamb innri, frá Kvískerjum að sjá, árin
1922—1927 og eflaust fyrr. Mun hann sérstak-
elga hafa hækkað 1922 og líklega eitt til tvö
undanfarandi ár. Var hann þá ójafn mjög og
sprunginn. Vart mun þó jökullinn hafa hækkað
til muna alveg við Kambsmýrarkambinn. En eft-
ir 1927 og að vísu eitthvað fyrr hefur jökullinn
21