Jökull


Jökull - 01.12.1956, Page 24

Jökull - 01.12.1956, Page 24
farið að lækka, og síðar ört. Svo virtist sem hryggur gengi fram eftir jöklinum. Var því einkum veitt athygli, er hryggurinn tók að fær- ast framar og jökullinn lækkaði að baki hans. Leifar þessa framskriðs, sem að síðustu var orðið hægfara, mun hafa náð jökulsporðinum um 1934—1935 og skreið auðsjáanlega yfir dauð- an jökul. En suðausturhluti jökulsins mun hafa verið orðinn kyrrstæður nokkru fyrr, eða um 1930, og einkurn farinn að lækka. Næstu árin tók jökullinn að styttast og lækka, og árið 1935 breytti Eystri-Kvía um út- fall, hvarf úr sínum gamla farvegi og samein- aðist hinni vestri. Komu þær svo úr jöklinum að mestu i einu lagi, en fljótlega, er jökullinn hörfaði meira, kom eystri áin venjulega tir jökl- inum nokkru norðar og austar, en innan við kambinn, og rann spölkorn fram aura með jök- ulbrúninni. Vestan Kvíármýrarkambs rann lengi dálítil kvísl, Svarthamralækur. Upptök hans voru í jökli, enda var hann oftast með jökullit. Hann mun hafa horfið um 1930 eða skömmu fyrr. Um 1944 var farið að myndast smálón fram- an við jökulsporðinn og annað lón, stærra, inn með Kambinum ofan við farveg Eystri-Kvíár. Tæmdist það í hlaupum stöku sinnum, síðast 1950, en hefur ekki fyllzt síðan. Eru þar nú sléttir aurar. Er það hljóp síðast, lækkaði vatns- borðið um 5 m. Lengd þess var þá um hálfan km, breidd 80—90 m. Geta má þess, að á ein- um stað við lónið hefur sézt á basaltklöpp, neðst í Kambinum. Arið 1948 varð þess vart, að jökullinn fór að hækka og skríða fram að nýju. Umbrot þessi vöruðu þó skamma hríð, enda þótt jökullinn hækkaði talsvert, enda virðist gangur í Kvíár- jökli stundum örari en í öðrum nálægum jökl- um. Hámarki náði framskriðið í júlímánuði ár- ið eftir, er yzta jökultungan skreið fram um 40 m, fór þó þegar að hörfa til baka um sumarið. Um miðjan veturinn hafði hann stytzt um 43 m, þar sem hann hafði skriðið lengst fram, og fór þá að nýju að myndast lón framan við jökul- sporðinn við Kvíármýrarkamb. Enn er það þó lítið ummáls, en dýpi hefur mælzt 16 m. Hin síðustu ár hefur jökullinn lítið breytzt fyrr en á þessu ári (1954). 1950 lækkaði hann þó innan til, a. m. k. Vatnafjallamegin. Sást þá í klett, er ekki hafði sézt áður í manna minnum, fyrir miðjum Vatnafjöllum, skammt út frá þeim. Huldist hann þó aftur jökli nokkru síðar þar til haustið 1953. Fyrri hluta árs 1953 virtist jökullinn vera að hækka, og um haustið reynd- ist hann hafa skriðið fram um 20 m á einum stað. Um veturinn fór hann þó aftur að stytt- ast þarna, og einkum þetta ár (1954) hefur hann haldið áfram að hörfa til baka og lækka. Nú mun jökuljaðarinn upp frá (Vestri-)Kvíá vera h. u. b. 600 m innar en 1904. Utan jökulsporðsins eru hólar nokkrir all- brattir, sem er dauður jökull, hulinn aur og möl. Síðustu árin hefur eystri kvíslin runnið undir þá, úr eystra lóninu. Síðastliðinn vetur eyddist jökullinn svo, að víða sá í ána. Jökul- höftin á milli voru þó sum allt að 100 m löng og göng í gegn, sem að mestu voru manngeng. Hrundu þau í sumar. I botni árfarvegarins var möl en á löngum köflum greinilega jökull, og tel ég vist, að svo hafi verið alls staðar undir. Geta má þess, að neðarlega á jöklinum er mergð jökulmúsa. (Sbr. Journal of Glaciol. Vol. I. 502). Að lokum skal getið fyrirbæris eins í Kviár- jökli, sem naumast mun fullskýrt ennþá, það eru hvilftir eða ker í yfirborði jökulsins suð- vestan til, aðallega þó á h. u. b. \/2 km svæði. Er jökullinn þar oftast nokkuð sléttur. Að vísu munu koma fyrir einstöku svipaðar hvilftir í öðrum jöklum. En þarna eru þær margar á litlu svæði, sumar svo að segja hlið við hlið og hafa þær verið þarna a. m. k. síðastliðna tvo áratugi. Ýmsar þeirra eru um 20—30 m víðar, sumar minni, aðrar stærri. Flestar skálmyndaðar, með nokkuð flötum botni, litið eitt ílangar, barm- arnir tiltölulega krappir, á að gizka 6—8 m djúpar. Vatnsrás í botni, en viða fremur þröng. Annars koma líka fyrir venjulegar trektmynd- aðar vatnsrásir eða gjótur, en fremur annars staðar á jöklinum. ABSTRACT. The auihor deals with the oscillations of Kviárjökull in Orcefi in historical time. An abstract of the paper is included in Thorarins- sons paper on the variations of glaciers in Örœfi, published in this issue of Jökull (p. 8). 22

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.