Jökull - 01.12.1956, Síða 25
JÓN EYÞÓRSSON:
Frá NorSurlandsjöklum
Brot úr dagbók 1939
On some alpine glaciers in the Northland.
Fjallgarðurinn, sem skilur Iryggðir Skagafjarð-
ar og Eyjafjarðar, er bæði hár og hrikalegur.
Hann er sundur grafinn og alla vega sorfinn í
hvassar eggjar, tinda og dalskorur. Blágrýtishlöð
og hamrar setja hvarvetna svip á útsýnið. Frent-
ur er fáferðugt á þessum slóðum, þótt margt
beri þar fyrir auga stærra og sérstæðara en
ókunnuga skyldi gruna. Byggðafjöll Skagafjarð-
ar og Eyjafjarðar bera vitanlega svip þessa há-
lendis, og byggðir dalir fleygast inn í það. Af
jreim eru kunnastir: Svarfaðardalur, Hjaltadal-
ur og Hörgárdalur. Oxnadalsheiði mun vera
eina leiðin fær bílum yfir fjallgarð þennan.
Svarfaðardalur er sú byggð, sem mér virðist
opna mesta innsýn í jrennan tröllaheim blá-
grýtis og jökulsvarfs. Þar má blátt áfram sjá
þjalarför jökulsins á blágrýtisveggjunum. Dalur-
inn mundi hafa hlotið nafn sitt, þótt enginn
Þorsteinn svörfuður kæmi við sögu.
Hæsti tindur á fjallgarðinum er Kerling 1538
m, en fjöldamargir tindar eru á milli 1200 og
1400 m. í fjallaskálum og dalbotnum, 600—900
m yfir sjávarmál, eru víða jöklar eða sísnævi.
Flestir eru jöklarnir á tveimur svæðum: Annað
er umhverfis Kerlingu og Glerárdal, hitt svæðið
er þar, sem mætast dalabotnar úr Hörgárdal og
Svarfaðardal austan frá og Kolbeinsdalur og
Héðinsdalur vestan frá. Þar eru nævurþunnar
eggjar milli dalabotna, og snúa jökulbunkar
bökum saman í allar áttir. Mest ber þar á
Tungnahryggsjökli (Kolkujökli), í botni Kol-
beinsdals, og Barkárjökli í botni Barkárdals.
Litlu austar er röð af smájöklum í afdölum
Svarfaðardals, og mun Gljúfrárjökull eintia
mestur. Allmiklu norðar er Heljardalsheiði með
mörgum smájöklum. Bægisárjökull er milli Gler-
árdals og Öxnadals, en Vindheimajökull í botni
Fossárdals upp af Þelamörk. í botni Hjaltadals
er lítil jökulkaka, og yfirleitt eru miklu víðar
sísnævi eða smájöklar í dalabotnum en sýnt er
á uppdrætti Islands.
Hér verður ekki gerð tilraun til að lýsa jöld-
um þessum í heild, heldur rakin nokkur atriði
úr dagbók minni á þessum slóðum árið 1939.
1. FIELJARDALSHEIÐI.
Miðvikudaginn 26. júlí 1939 lagði ég af stað
frá Urðum í Svarfaðardal um 10-leytið í fylgd
með Ármanni bónda Sigurðssyni. Ætluðum inn
(þ. e. vestur) Skallárdal, en hættum við vegna
þoku. Fórum sem leið liggur vestur úr botni
Svarfaðardals sunnan Hnjótafjalls, upp á Helj-
ardalsheiði að Urðavörðu í h. u. b. 800 m hæð.
Þaðan liggur jarðsími yfir háheiðina (hæst 860
m). Fannir eru þar nokkrar bæði norðan í og
sunnan, en alls ekki jökull. Hins vegar er greini-
leg jökulkaka á efsta hjalla í Hnjótakverk,
skammt norður af Urðavörðu. Jaðar jökulsins
er um 880 m y. s. og framan við hann eru um
300 m breiðir jökulaurar, nýlegir að sjá og gróð-
urlausir. Mótar þar fyrir fjórum jökulgörðum,
og nyrzt, nær Hnjótafjalli, virðast vera 5-faldir
garðar, hinn yzti um 400 m frá jökuljaðri. Flat-
armál þessa jökuls er um 1.2 km2.
Fyrir miðjum dalbotni (Svarfaðard.), um 1000
m norður af Urðavörðu, voru hlaðnar vörður,
Hi á innsta jökulgarð, H2 á hinn næsta. Milli
H2 og Hi eru 12 m, en frá Hi að jökli 15 m.
Jökullinn hefur áður náð lengra suður í botn-
inn, skammt frá Urðavörðu, en ekki í kinnina,
þar sem siminn liggur.
Frá Urðavörðu er örstutt yfir háhrygg heiðar-
innar. Sést þá niður eftir Heljardal, sem liggur
þvi nær í liásuður þvert á Kolbeinsdal. Austur
úr Heljardal er víð og hrikaleg hvilft, sem kall-
ast Heljarskál, og Heljarfjall heitir sunnan að
henni. Tveir smájöklar blasa við í suðurbarmi
Heljarskálar.
Norðvestur úr botni Heljardals er önnur skál
með miklum klettakambi í suðurbarmi. Kamba-
skál mun hún heita eftir lækjum, sem úr henni
falla. Norðvestur úr skálinni gengur skarð til
23