Jökull


Jökull - 01.12.1956, Síða 29

Jökull - 01.12.1956, Síða 29
Barkárjökull. Héðinsskörð t. v. eru sennilega hæsti fjallvegur landsins. — The Hédinsskörö, an old mountain track 1200 m a. s. A efri lijalla byrjar gróður, aðallega smjörlauf og fjandafæla, en á hinum neðri maríustakkur, vallarsúra, berjalyng og axgrös á stangli. Gisti um nóttina á Barká. 6. BARKÁRJÖKULL. Sunnudag 30. júlí. Veður gott og bjart eins og flesta undanfarna daga. Hélt af stað kl. 08.30 eins og leið liggur að Baugaseli. Er þangað li/, klst. gangur frá Barká. Baugasel er um 270 m yfir sjávarmál. Bóndinn í Baugaseli, Friðfinnur Sigtryggsson, var fús til að fylgja mér upp á jökul, og korn- umst við af stað um 11-leytið. Hann varð að ríða folaldsmeri, en folaldið vildi ekki elta. Urðum því að reka um 20 stóðhross á undan okkur upp í dalbotn. Baugasel er lítil jörð og afdalaleg, túnið grýtt, en dalurinn allgrösugur inn í botn, hagar góðir og slægjur sæmilegar. Kemst Friðfinnur því furðuvel af með sína sjö syni á aldrinum 2—22 ára. Barkárdalur stefnir beint vestur í fjöllin. Úr botni hans liggur Skarðsárdalur til NV (ekki nafn á kortinu). Þaðan kemur Skarðsá og nokkru framar tvær Tungnahryggsár, heimari og fremri. Milli þeirra er mjór hlíðargeiri, sem nefnist Tungnahryggur, og liggur þar leiðin yfir Tungnahryggsjökul til Kolbeinsdals. Sunn- an við Skarðsárdal er Péturshnúkur — á barmi Barkárdals, — að sögn Friðfinns og áttræðrar konu, sem lengi hefur dvalizt í Baugaseli. Hnúk- ur þessi mun vera um 1240 m, en á kortinu virðist nafnið eiga við 1397 m hnúkinn norðan og austan við Hólamannaskarð. Fyrir miðjum dalbotni blasa við Héðinsskörð í skálareggina. Teygir sig þar brattur jökulgeiri yfir skarðið, og nokkur jökulklíningur var á fjallsegginni í kring. Skarðið er 1210 m hátt og sjálfsagt hæsti fjallvegur á landi hér. Norður af Héðinsskörðurn er alllöng, þver- brött fjallsegg, en þá kemur Hólamannaskarð vestur úr. Nær jökull þar í gegnum skarðið, en norðaustan að því stendur fjallsröðull með 1387 m hnúk nyrzt (Péturshnúk?). Barkárjökull hefur áður náð 1.5—2 km lengra fram en nú er. Er þar gróðurmikil, samanvafin alda, en innan við hana að mestu gróðurlaus botn. (Alda þessi kvað heita Húðarhólar, og er það nafn auðskilið af útliti hennar). Gróður- mörk eru í hlíðunum skáhallt upp með botn- inum. Hlíðarnar eru grænar ofan við þau, eink- tim að norðanverðu. Húðarhólar eru um 475 m y. s. Þeir eru 100 —200 m frá gróðurlausa jökulbotninum og um 20 m hærri en árfarvegurinn, þar sem grjótbotn- inn byrjar, en það mun vera 455 m yfir sjó. Fyrir miðjum jökli er hjalli fram undan jöklinum. Hæð jökuljaðars á miðjum hjalla var um 900 m. Sunnan hjalla er kvos nokkur, þar sem jökuljaðar er talsvert lægri. Er jökulbunk- inn þar hár og brattur en ósprunginn. Á hjallanum voru sett þessi merki: Bi varða á stórum steini og 17 m ofar Bo, einnig varða á stórum steini. Frá Bo að snjó voru 10 m, en um 15 að jökuljaðri. Jökulbrúnin allmjög grjótborin. Mun það vera lausagrjótið úr jökulstæðinu eða innri alda, sem þiðnar af. Við Friðfinnur gengum upp jökulinn, og sást sums staðar vart í hann íyrir aur og grjóti, nema þar sem sprungur voru opnar. Virðist jökullinn þarna mjög þunnur. Snjólína var um 1030 m á jöklinum. Má ætla, að hún hafi orðið yfirllOO m áður en sumri lauk. — Gengum við nú suður yfir jökul nálægt snjómörkum. Voru þar smásprungur, en ekki hættulegar. Sunnan að jökulbotninum er hár klettaröðull, sem end- ar í brattri hyrnu á suðurbarmi Barkárdals. Stefndum við í lítið skarð í röðlinum, og ætlaði ég að komast þar yfir í botn Myrkárdals um Gíslaskarð. En þegar á röðulinn kom, varð allt annað uppi. Við okkur blasti jökulkvos girt þverhnípt- um klettaeggjum á þrjá vegu. Þessi kvos er ekki sýnd á uppdrætti Islands (Bl. 63 1930—38). Jökullinn er að mestu dauður, en hefur áður náð alveg fram (norður) á barm- 27

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.