Jökull - 01.12.1956, Page 31
PÁLL BERGÞÓRSSON:
Barkárjökull
Sunnudaginn 19. ágúst 1956 fór ég ásamt Frið-
íinni Sigtryggssyni í Baugaseli og Eiði Guð-
mundssyni á Þúfnavöllum inn í Barkárdal til
þess að athuga skriðjökulinn í botni dalsins.
Ætlunin var að finna vörður, sem Friðfinnur
og Jón Eyþórsson höfðu hlaðið nálægt jökul-
röndinni sumarið 1939 og miðað mælingar við.
Þrátt fyrir talsverða leit gátum við alls ekki séð
móta fyrir vörðum Jressum, og varð förin því
árangurslaust að þessu leyti. Friðfinnur sagði
mér líka, að sumarið eftir að vörðurnar voru
reistar hefðu tveir synir hans leitað þeirra
árangurslaust.
Var því ekki annað ráð fyrir hendi cn setja
upp ný merki:
1. Um 67 m frá jökulröndinni, milli tveggja
aðalkvisla Barkár, hlóðum við allmörgum stein-
um, aðallega rauðum, upp á stóran stein. Er
steinn þessi þar, sem urðin er einna hæst og
aðeins nær suðurhlíð dalsins en norðurhlíð.
2. Frá þessu merki mældum við 345 m að
næsta merki, sem við settum upp í endann á
greinilegum urðarhrygg. Merki þetta er hella,
sett milli tveggja stórra steina, en ofan á hana
settum við minni steina.
Eiður á Þúfnavöllum sagði mér, að við þessa
urð hefði jökulröndin verið haustið 1900. Var
greinilegt, að rneira vottaði fyrir mosa og fátæk-
legum gróðri þeim megin við urðarhrygginn,
sem fjær var jöklinum. Hefur jökullinn því
hopað um 412 m frá 1900—1957.
Frá þessu merki er allröskur hálftíma gangur
niður að Húðarhólum, sem eru rétt neðan við
jaðar jökulurðarinnar.
Sigurðssyni. Morguninn eftir fór ég með mjólk-
urbíl til Akureyrar. í Hörgárdal var logn og
hiti, en útræna og skýjakúfar á fjöllum við
Eyjafjörð.
Timinn leyfði mér ekki að fara inn í Myrkár-
dal úr því að ég komst ekki yfir fjall urn Gísla-
skarð, eins og ég hafði ætlað mér. Jökullinn í
botni Myrkárdals mun vera svipaður Barkár-
dalsjökli, en talsvert rninni.
Síðar mun skýrt frá athugunum á Vindheima-
jökli, Bægisárjökli, jöklum á Glerárdal og í
Torfufelli í Eyjafirði.
Frh. í næsta hefti. (To be continued.)
Sumarleyfisferð
á Vatnajökul
Miðvikudaginn 27. júní lögðum við fimm
félagar af stað frá Reykjavík kl. 22.25, og var
ferðinni heitið í fyrsta áfanga í Jökulheima.
Tilgangurinn var að fara á skíðum til Gríms-
vatna, ganga síðan á Hvannadalshnúk og halda
svo sem leið liggur niður í Öræfi. Áður en
lengr er haldið, mundi hlýða að kynna okkur,
þessa bjartsýnu ferðalanga, sem sannfærðir voru
um skemmtilega ferð, jafnvel þótt ekki viðraði
sem bezt' og okkur væri vel ljóst, að ekki væri
erfiðislaust að ferðast gangandi um Vatnajökul
með farangur sinn á sleða í eftirdragi. Þessir
fimm voru: Guðmundur Finnbogason, Björgvin
Ólafsson, Gunnar Olafsson, Gunnar Magnússon
og Friedhelm Geyer, þýðverzkur, sem hafði
bætzt í hópinn á slðustu stundu. Vorum við
fyrst í vafa um, hvort hann kæmist með, því
að tjald okkar var talið hæfa fjórum. Við nán-
ari athugun töldum við tjaldið myndi duga
okkur 5 og reyndist fara vel um okkur í því.
Hinn nýi maður reyndist hinn ágætasti ferða-
félagi, sem auk þess var atvinnuljósmyndari og
gerði okkur ferðina ógleymanlega með myndurn
sínum.
Héldum við sem leið liggur austur um kunn-
ar sveitir, og þegar komið var á Landveginn
var dýrlegt útsýni austur til Tindfjallajökuls,
enda veður heiðskírt og tungl á lofti. Að
Tungná komum við kl. 4 urn nóttina, og var
lítið í ánni. Fannst bíl og bílstjóra, sem báðir
voru frá Guðmundi Jónassyni, sem þeim hefði
boðizt brattara þarna, enda aðeins 10 mínútna
ferð yfir ána að þessu sinni. I Jökulheima var
komið kl. 6.25. Skoðuðum við hinn prýðilega
skála Jöklarannsóknafélagsins og dáðumst að
dugnaði þeirraj sem komið höfðu honum upp.
Fengurn við nú bílstjórann til að flytja okkur
að jökulröndinni og tjölduðum þar á sandin-
um. Halldór bílstjóri og Ásgeir félagi hans voru
kvaddir með kærleikum, og héldu þeir þegar
til byggða. En við fengum okkur tveggja stunda
svefn áður en tekið væri til að selflytja farang-
urinn hálftíma leið yfir mestu torfærurnar við
jökulröndina. Nú var farið að hnýta saman
sleðann og ganga frá farangri á honum. Gerð-
29