Jökull


Jökull - 01.12.1956, Side 32

Jökull - 01.12.1956, Side 32
Svona lítum við út! Talið frá vinstri: Gunnar Magnússon, Björgvin, Frecldy, Guðmundur og Gunnar Olafsson. um við ráð fyrir, að fjórir drægju í senn, en einn gengi laus. Sleðinn var talsvert þungur í drætti og færi slæmt, óslétt og smásprungur. Miðaði okkur því hægt. Annars var sleðinn hinn traustasti, gamalreyndur í Vatnajökulsferðum, eign þeirra Egils Kristbjörnssonar og Skarphéð- ins Jóhannssonar. Nú var komið sólskin og skyggni hið bezta í suður og vestur, en skýja- bakki yfir jöklinum. Er ofar dró á jökulinn, fór vatnselgurinn að aukast, enda var komin sólbráð. Kom sér nú vel að vera með vatnsheld stígvél. Sleðinn var tekinn að síga í og þreyta farin að sjást á mannskapnum, enda ekki vel fyrir kallaðir eftir svo til vökunótt. Var því ákveðið að slá tjaldi og leggjast til svefns. Vor- um við þá komnir í ca. 1000 m hæð og kl. um 18. Morguninn eftir var veðrið gott, sólskin og heiðskírt. Talsverður tími fór í að ganga frá sleðanum, og gerðum við ráðstafanir til þess, að það gengi betur næst. Var svo haldið af stað um kl. 6, gengið eftir áttavita og stefnt á Páls- fjall. Utsýni var hið fegursta til Hofsjökuls og Kerlingarfjalla. En er sól tók að hækka á lofti, fór að koma sólbráð, færið þyngdist og ferðin sóttist því seint. Þegar við áttum skammt ófarið til Pálsfjalls, breyttum við áætlun. Hættum við heimsókn þangað, en tókum stefnu til Gríms- vatna. Okkur var orðið Ijóst, að við höfðum ekki tíma til þess að fara til Pálsfjalls, sökum þess að einn okkar var tímabundinn. Kom okkur nú saman um að ganga á nóttunni, en sofa á daginn. Bæði yrði sleðinn léttari í drætti og svo var sólin alveg að gera út af við andlitin á okkur. Til dæmis bólgnaði einn okkar svo í framan, að augun sukku og varir úthverfðust! Um kl. 16 ákváðum við að tjalcla og hvílast, þar til er sól væri gengin til viðar og snjór farinn að frjósa í næturkælunni. í tjaldinu var Guðmundur Finnbogason æðsti kokkur og stjórnaði báðum prímusunum. Þar var nokkuð þröngt, en allir höfðu samt nægilegt rúm til svefns og hvíldar. Um miðnætti lögðum við upp í jrriðja áfang- ann. Færi var nú mun betra og miðaði okkur allvel, þótt á fótinn væri. Frost var og stillt veður. Við vorum nú farnir að venjast stritinu, en síðasta brekkan upp í lægðina milli Háu- bungu og Grímsfjalls var samt mjög erfið. Þá var sólin líka farin að skína og færið að þyngj- ast. Þessum áfanga lukum við kl. 12 og voru menn allþreyttir eftir 12 tíma göngu. Þarna tjölduðum við og sváfum til kl. 21. Þá fóru þrír okkar af stað norður til Grímsvatna. Við gengum lausir, og gekk gangan greitt. Við gát- um komizt niður kvos vestan við Vestri-Svía- hnúk, og var það ekki mjög bratt og næstum sprungulaust. Þar neðra dvöldumst við svo nokkra stund, tókum myndir og skoðuðum um- hverfið. Vatn sást á nokkrum stöðum, en annars var snjór yfir öllu. A leiðinni til baka að tjaldinu tókum við eftir tveimur smádílum í NA, og virtust þeir vera á ferð. Okkur datt strax í hug, að þarna væri leiðangur landmælingamanna, sem við vissum, að átti að vera einhvers staðar á þessum slóðum. Við vorum nýkomnir í tjaldið, þegar við heyrð- um véladyn mikinn, og voru þar komnir 2 snjó- bílar leiðangursmanna. Þeir höfðu lagt af stað frá Kverkfjöllum um svipað leyti og við héld- um frá tjaldinu til Grímsvatna, svo að hraða- munur var töluverður. Nokkuð voru aðstæður ólíkar. Annars vegar reiðskjótar postulanna — á skíðum þó, hins vegar upphituð farartæki, sem geystust með 50 km hraða um víðáttur jökulsins og jafnvel heitur Kverkfjallamjöður innan borðs hvað þá annað. Guðmundur Jón- asson, sá frægi maður, var líka hinn hressasti og fannst lítið til um víðfeðmi Vatnajökuls! Hann bauð að senda skeyti heim um vellíðan okkar, hvað við þáðum með þökkum. Síðan héldu þeir sína leið, og við fórum að tygja okkur til ferðar. Fjórði áfangi var einna léttastur í ferðinni. Var lagt af stað kl. 7 og stefnt á Hermanna- 30

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.