Jökull - 01.12.1956, Side 40
SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON:
VatnajökulsleiSangur 1956
Hlutverk leiðangursins.
I maímánuði 1956 var enn geröur út leiðang-
ur á Vatnajökul, sá sjötti í röðinni á þeim fimm
árum, sem liðin eru, síðan Jöklarannsóknafélag
Islands hóf starf sitt.
Hlutverk þessa leiðangurs var þríþætt. I fyrsta
lagi skyldi haldið áfram því starfi á vegum
Landmælinga Islands, sem hafið var með leið-
angrinum vorið 1955 og haldið var áfram í
liaustleiðangrinum sama ár, sem sé að setja
upp mælingamerki á nokkrum stöðum á Vatna-
jökli og flytja síðan mælingamann til starfa á
mælingastaðina. í vorleiðangrinum 1955 voru
merki reist á Grímsfjalli og Kverkfjöllum
eystri, en í haustleiðangrinum á Þórðarhyrnu
og Hvannadalshnúk og merkið á Grímsfjalli
reist að nýju. Ekki tókst jtó að ljúka mæling-
um frá þessum stöðum haustið 1955, og var
því ákveðið að setja upp merki að nýju á
Þórðarhyrnu, Kverkfjöllum og Hvannadals-
hnúk. Auk þess skyldi, ef auðið væri, komið
upp merkjum á Grendli, sem er tindur austast
á Vatnajökli. I öðru lagi var ætlunin að grafa
nokkrar snjógryfjur, og mæla snjólagið (ákom-
una) frá undangengnum vetri. I þriðja lagi
var ákveðið að gefa nokkrum mönnum kost á
að ferðast um Vatnajökul sem túristar, enda
eitt af markmiðum Jöklafélagsins að opna sem
flestum augun fyrir dásemdum þeim, sem ís-
lenzkir jöklar hafa upp á að bjóða, og sjón er
sögu ríkari.
Könnunarflugið.
Þ. 23. maí fórum við Guðmundur Jónasson
í könnunarflugferð yfir Vatnajökul með Karli
Eiríkssyni flugmanni til þess að athuga skrið-
jökulinn upp af Tungnaárbotnum og aðstöð-
una til að koma upp merkjum á áðurnefndum
stöðum. Er sjálfsagt að kanna jökulinn á þenn-
an hátt, áður en lagt er 1 stóran leiðangur,
því að breytingar geta orðið þar með skjótum
hætti, bæði vegna þess elds, er víða þrumir
undir, og vegna þess að skyndilega getur komið
gangur í skriðjöklana og þeir sprungið ferlega.
Ekki gaf okkur Guðmundi skyggni yfir austur-
hluta jökulsins, og gátum við því ekki áttað
okkur á aðstæðum við Grendil, en hvorugur
okkar hafði gengið á þann tind. En yfir vest-
urjöklinum var bjart og ekkert óvænt að sjá.
Snjór var sýnilega meiri á Tungnaárjöklinum
en vorið áður og náði niður á jökuljaðar.
Spáði það góðu um færi upp eftir jöklinum.
Hins vegar var svo mikill snjór á öræfunum
milli Ljósufjalla og Tungnaárbotna, að okk-
ur þótti sem áhöld væri um Jrað, hvort kom-
ast mætti á bílnum inn í Jökulheima. Fyrir
eindregna ósk Agústs Böðvarssonar var þó hætt
á að leggja af stað hið fyrsta.
Ferð i Jökulheima.
Laugardaginn 26. maí, um nónbilið, lagði
25 manna hópur af stað frá Þverholtinu í
Reykjavík áleiðis til Jökulheima. I förinni voru
9 bílar, þar af 3 beltabílar. I þessum hópi
voru 13, sem leggja ætluðu á jökulinn, þar af
5 konur, sem voru túristar leiðangursins:
Hanna Brynjólfsdóttir,
Hulda Filippusdóttir,
Ingibjörg Arnadóttir,
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Margrét Sigurþórsdóttir.
Karlarnir 8 voru:
Árni Kjartansson
Guðmundur Jónasson,
Haukur Hafliðason,
Hörður Hafliðason,
Magnús Eyjólfsson,
Nicholas Clinch,
Ólafur Nielsen,
Sigurður Þórarinsson.
Var Guðmundur fararstjóri ásamt Sigurði,
Árni var matráðsmaður og Hulda honum til
aðstoðar, en þess er að geta, að þau Árni og
Hulda gengu í hjónaband daginn áður en lagt
var í leiðangurinn, og var þetta því brúðkaups-
ferð þeirra. Er ógiftum meðlimum Jöklafélags-
ins bent á þetta til eftirbreytni. Guðmundur
38