Jökull


Jökull - 01.12.1956, Side 44

Jökull - 01.12.1956, Side 44
4. mynd. Tveim metrum ofar liæsta tindi lands- ins. — Tioo m above the highest point of Iceland. Ljósm. Á. Ivjartansson. an, en nú var allt á kafi í snjó, og gengum við því upp að norðan hindrunarlaust, og tók sú ganga ekki nema 40 mínútur. Greiðlega gekk að koma upp merkinu, og var því verki lokið kl. 8. Klifruðu þá allir upp á snjófylltan stamp- inn, og hafa engir komizt hœrra á íslandi — án þess að fljúga. Hvergi var nú ský að sjá yfir landinu og útsýni stórfenglegra en orð fái lýst. Er niður kom að bilunum, var svo heitt, að dömurnar tóku sér sólbað. Eftir snæðing var haldið af stað kl. 13,40. Þegar ekið var í miklum hliðarbratta norðvest- an í Hæstubungu, festist ísköggull í vinstra belti snjóbílsins, og slitnaði þar járnhlekkur með miklu braki. Sá ég á Nikulási, að honum leizt ekki á blikuna. En hann þekkti ekki Guðmund. Sá góði niaður gróf upp logsuðutæki, og eftir tvær stundir skreið R-345 aftur af stað sem al- heill væri. Upp úr miðaftni færðist Jroka yfir að nýju, en áfram var ekið til kl. 1 um nóttina (2. júní). Varð þá einhver smábilun í Grendli, og slógum við tjöldum. Er gengið var til náða, höfðum við verið á fóturn næstum tvo sólar- hringa, enda var sofið til liádegis. Úti var þá skafrenningur, en sást stundum til sólar gegn- um snærokið. Hiti -t- 4° C. Um nónbil var hald- ið áfram, en brátt syrti að, og eftir að hafa ekið 10 km, var ákveðið að bíða þar til rofaði. Þarna grófum við 5.2 m djúpa gryfju, norðarlega á Kverkfjallahrygg (sbr. 1. mynd), og var vetrar- lagið um 3.6 m. Kl. 4 um nóttina, sem var að- faranótt sunnudagsins 4. júní, tók að rofa til, svo að lagt var af stað. Var frostið þá orðið -í- 17.5° C, og hafði ekkert okkar upplifað sval- ari júnínótt. Stefnt var á bungu þá hina nafn- lausu, sem rís upp af Kverkfjallahryggnum norð- austast og er skilin frá Kverkfjöllum af Gusa- skarði. Eg mældi tvisvar í þessari ferð með lofl- vog hæðarmismuninn á bungu þessari og Kverk- fjöllum eystri, og samkvæmt þeim mælingum er bungan tim 1760 m há, en Gusaskarð 60 m lægra. Okkar á milli nefndum við bungu þessa Brúðarbungu, og er viðbúið, að það nafn fest- ist. nema annað verði fljótlega fundið. Kl. 6,20 stóðum við á hátindi Kverkfjalla eystri í glampandi sól, en norðuröræfi voru eitt þokuhaf. Sáum við, að rætast mundi sú von okkar, að jarðylur væri nógur í tindinum, til Jtess að takast mætti að rífa upp grjót til vörðu- hleðslu. En áður en liafizt væri lianda um að reisa vörðuna, brugðum við okkur öll niður í Hveradalinn í Kverkfjöllum vestri, en hann er ein af mestu dásemdum íslenzkrar náttúru. Enn hafði hækkað í vatninu í suðvesturenda dalsins, síðan ég var þar vorið 1953. Var vatnið nú lagt að mestu, en á vök við móbergshnúkinn heita synti önd í makindum. Yfirborð vatnsins mæld- ist mér vera urn 1630 m y. s. Brennisteinshver- inn Kráumur hafði stækkað nokkuð síðan 1953. Ketilsigið með gufuhvernum hvæsandi skamnit suðvestur af vatninu (6 á kortrissinu í Jökli 3, bls. 20) var nú lokað, en stóra sigið suður af vatninu svipað og 1953. Botn dalsins var þak- inn nýsnævi. Laust fyrir hádegi var aftur haldið upp að hátindi og dró Grendill alla upp á skíð- um. Tjöldum var slegið og gengið til náða, enda veður að versna, en að morgni 4. júní var tekið til við vörðuhleðsluna. Var því verki ekki lokið fyrr en kl. 16, en þá var þarna kornin 3 m há varða, nær 11 m að ummáli neðst. Er þetta hæsti staður á landinu, þar sem vörðu- lileðslu verður við komið. Greinilegt þótti mér þaðan að sjá, að kollaröðin Jrar suður af er leifar af gígaröð, ekki ýkjagamalli. 42

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.