Jökull - 01.12.1965, Page 15
um 2i/9 tíma milli Svíahnúka og héidum þaðan
áfram í blindu alla leið niður á jökulrönd, en
þangað komum við um þrjúleytið aðfaranótt 6.
júní. Var tafsamt að koma iillum víslum yfir
aurbleytu við jökulrönd, og komumst við ekki
í skála fyrr en um miðjan morgun. Þótti okkur
myndarlegt heim að líta — til Jökulheima, er
nýtt hús var þar risið.
6. júni, hvitasunnudag. — Hvíldumst í Jökul-
heimum.
7. júni, 2. i hvitasunnu. — Héldum heim í
fegursta veðri. Er við komum niður í Holt
blasti við í suðri gosmökkur úr Syrtlingi. Merki-
legt land er ísland. Komum heim kl. 22.40. —
Ferðafélögum mínum flyt ég alúðarþakkir.
Sigurður Þórarinsson.
Varða Sveins Pálssonar
S. Pálssons Cairn of August 11, 1794
í fyrra haust kom ég að vörðu þeirri, sem
álitið er, að Sveinn Pálsson hafi hlaðið, er
hann kom ofan af Öræfajökli (11. 8. 1794). Tók
ég þá eftir því, sem ég hafði ekki veitt athygli
áður, að í steininn, sem varðan stendur á, er
höggvinn bókstafurinn P.
Mun mega telja vafalaust, að það sé fanga-
mark Sveins, þótt ekki hafi verið tekið eftir því
fyrr. Ber lítið á því í fljótu bragði, en er þó
skýrt. Stafurinn er um 12 crn á hæð.
Má vera, að ofviðri það, sem hér kom í fyrra
vetur, hafi rifið skófir af steininum, og sjáist
stafurinn því betur nú. Vottar þó fyrir skóf í
farinu, og getur það því ekki verið nýtt, eins
og mér kom raunar fyrst til hugar.
Líklega væri vel við eigandi að láta höggva
ártal og dagsetningu á stein á þessum stað í
minningu um jökulgöngu Sveins, ef jafnframt
væri séð um, að liandaverkum hans væri ekki
spillt með þvi. — En raunar hafa útlendingar
nokkrir breytt vörðunni nýlega, sjálfsagt án þess
að vita uppruna hennar.
Kvískerjum, 29. apríl 1966.
Flosi Björnsson.
ÁGÚST LEÓS:
Ishellir í Hattardal
An Ice Cave in Hattardalur
Vorið 1963 var ég staddur í Álftafirði vestra
og var að kíkja með sjónauka um fjöllin þar.
Sá ég þá einkennilegan stóran, svartan blett í
einum snjóskafiinum upp við fjallsbrún í Hatt-
ardal í ca. 650 m hæð yfir sjávarmál. Mér virtist
þetta vera annaðhvort stórt gat í skaflinn eða
dökkur basaltklettur, sem stæði út úr skaflin-
um. Fylgdist ég með þessu öðru hverju i sjón-
auka eftir þetta, og reyndist það alltaf vera
svipað til að sjá.
I ágústmánuði 1963 fór ég ásamt frænda mín-
um, Leó Geir Ivristjánssyni, upp að þessum
stað í fjallinu til þess að kanna þetta nánar.
Ferðin frarn eftir og til baka niður að bænum
tók um sex klukkustundir, því að þarna eru
engir vegir. Þegar við fórum að nálgast staðinn,
sáum við að þetta var íshellir í skaflinum og
ekki neitt smásmíði, því að lengdin mun hafa
verið um 70—80 m, breidd 25—30 m og 15—20
m hátt undir loft. Hellirinn var líkastur gríðar-
stórri skemmu, en hún var bara öll úr ís. Svo
var hún galopin að framan, en lítið op eða
,,skorsteinn“ uppi við fjallseggina, því að þannig
lá hún upp eftir grunnu gili.
Sums staðar í loft heliisins voru göt. Sólskinið
hafði brætt ísinn, og sást þar upp í heiðan
himinn. En þessi fremsti hluti loftsins gat dott-
ið niður þá og þegar, enda rann vatn í stríðum
straumum út úr hellinum. Innar var ísinn þykk-
ur og lieilt loft og heilir veggir. Dökkar sand-
rákir voru með eins til tveggja feta millibili
í lofti og veggjum, líkjast því sem það væru
áraskipti á snjókomu þarna.
Ekki sást nein gufa þarna, en lítill lækur kom
innan úr miðjum hellinum frá smábasaltgangi,
sem rétt sást í. Lækurinn reyndist 9 stiga heit-
ur, eða svipaður og lofthiti úti.
Þarna voru hvítar skellur á steinum, þó aðal-
lega utan til við fremra opið.
Við gátum ekki athugað þetta sem skvldi í
þetta skipti, sökum þess að við töldum ekki
gerlegt að fara langt inn í hellinn, þar sem
JÖKULL 121