Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Jökull


Jökull - 01.12.1965, Side 16

Jökull - 01.12.1965, Side 16
1. mynd. íshellirinn stóri í Hattardal. Neðra opið á miðri mynd, en efra opið í skálinni ofar í fönninni. Op minni hell- anna eru til hægri við aðalhellinn. Ljósm. Agúst Leós, 7. júní 1965. fremri hluti jraksins gat dottið niður þá og þegar. Ekki gat neitt þarna bent til þess, að mynd- un þessa íshellis gæti stafað af lækjar- eða ár- rennsli. Haustið 1963 og til ágústmánaðar 1964 fylgd- ist ég öðru hverju með hellinum í sjónauka, og virtist hann allan tímann hafa verið opinn, hversu mikið sem fennti um veturinn. Þann 15. ágúst 1964 fór ég einn í könnunar- ferð upp í hellinn til myndatöku og til að líta eftir breytingum, sem á honum hefðu orðið á sl. árá. Þegar upp að íshellinum kom, sást að nú var minni snjór þar en fyrir ári síðan. Fremsti hluti loftsins, sem síðast var götóttur, var nú alveg hruninn og bráðnaður að mestu leyti, en eftir var innri hlutinn, og það var eins og hann hefði stækkað og væri þar nú „massivur" is, en allt loftið og veggirnir eins og þeir væru úr báróttu alúmíni. Heldur var hellirinn styttri en árið áður, en gat var upp úr honum uppi við fjallseggina, eins og skor- steinn í gegnum þakið. Sums staðar voru smá- útskot út úr hellinum og inn undir snjóskafl- inn sitt hvorum megin við veggina, og voru þar þurrir steinarnir. Nú gat ég farið upp eftir íshellinum og um hann allan að innan, og fannst mér ein- kennilegast að sjá ísmyndunina inni í hellin- um, því að það var líkast því til að sjá sem þarna væri allt í djúpum ísdiskum, bæði loft og veggir. Frá ágústmánuði 1964 til 7. júní 1965 fylgd- ist ég sem fyrr með íshellinum í sjónauka öðru hverju. Hélzt hann mjög svipaður. Þá fórum við Leó Geir Kristjánsson upp eftir til að skoða, hvort nokkrar breytingar hefðu orðið frá árinu á undan. Nú var íshellirinn lengri, opið upp úr honum stærra og snjór í öllum botni hans. Lengd hans mun nú hafa verið um 80 m, breidd um 30 og hæð 25—30 m. Báðum megin við opið að framan eru berg- lögin mjiig sprungin og seytlar þar vatn út úr sprungunum. Var það 9 stiga heitt þar, sem það kom undan snjónum. Hvelfingar eru báðum megin, rétt við sama op, og er sú til vinstri við það vel manngeng, úr sléttum fallegum ís, en klaki í gólfi, og í honum er lækjarfarvegur og lækur, sem bunar þar niður og inn undir skaflinn fyrir neðan og hverfur þar. Utskot þetta nær nokkuð langt inn undir skaflinn. Aðalsalurinn er líkastur hermannaskemmu bogamyndaðri, og sést hvergi i gegnum ísinn. Loft og veggir eins og fyrr. Nokkuð stór lækur kemur undan snjónum 122 JÖKULL

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.