Jökull - 01.12.1965, Page 35
unum og náðu við illan leik til lands. Menn
vissu þar ekkert, hvers konar undur þetta gætu
verið. Þá var til sjóróðra [í Eyjum] Þorsteinn
Guðmundsson frá Maríubakka í Fljótshverfi,
síðar bóndi í Skaftafelli. Gat hann þess til, að
hér væri Skeiðarárhlaup á ferð, en það þótti
fjarstæða.
Mikill fiskur var fvrir hlaupið, en hvarf með
öllu, svo ekki varð vart um langan tíma á eftir.
Þess má geta í sa.mbandi við ferð hlaupsins,
að við áttum rekatimbur hér niður við leirur,
sem nýbúið var að draga heim á ís af fjörum.
Fóru allir, sem vettlingi gátu valdið, að draga
Jtað undan flóðinu, og tapaðist þó dálítið af
því.
Hlaup þetta var alfjarað að austanverðu á
föstudaginn langa og alfjarað á laugardag hér
að vestanverðu og kom póstur á páskadag út
yfir, en hann hafði verið tepptur fyrir austan
ásamt Gísla síðar pósti og svipusmið, þá á
Rauðabergi, en síðar i Reykjavík. Gísli hafði
orðið var við ískyggilega grugguga lænu vætla
fram á ísnum á Skeiðará, er hann fór austur að
kvekli pálmasunnudags.
Næsta hlaup kom 1897 á útmánuðum fl 3.
jan.], og varð ég því vel kunnugur, fór vfir
Sandinn rétt eftir hlaupið og oft þar eftir. Aðal-
vatnið kom út austanvert við sæluhúsið, þar
sem það er nú, og Jtar braut hún stærsta skarð-
ið í jökulinn, og lá hrönnin aðallega á því
[svæði] nokkuð vestur fyrir núverandi Hús og
á að gizka einn krn austur fyrir það. Hrönnin
var svo þétt, að ómögulegt var að komast í
gegn — langt suður fyrir veg, sem þá var ein-
um km framar en hann er nú. Þarna voru
stórir jakar og smáum hrúgað á milli. En
skammt frá jökli var fær leið. Þar sátu eftir
stórbákn á strjálingi, en það smáa sópaðist burt.
Við mældum stærsta jakann, er við fórum
fram með, og mældist hann rúmir 16 faðmar
á lengd, en hæðin var ágizkun, og við höfðum
ekkert til að miða við nema guðshúsið sjálft,
Prestbakkakirkju. Úr því voru þar fyrir austan
jakar á víð og dreif, en engir austur við Skafta-
fell eða á aurunum Jrar nærri. Þar, sem aðal-
hrönnin var, festist nafnið við aurana lengi á
eftir, og var kallað út í hrönn eða austur.
Skeiðará Jaótti ekki góður gestur, er hún [lagð-
ist] að hrönninni. Hún hafði það til, er hún
lá þarna vestur frá, og var Jtá varasamt vegna
bleytuhvera. í þessu lilaupi kom hún út á
breiðum kafla vestan við miðsandinn, og var
þar nokkur jakahrönn, sömuleiðis fram úr Súlu
og lítils háttar í Sigurðarfitarálum.
Svo þegar keniur fram á næsta vetur eftir
J^etta hlaup, skeður það undur, að Grænalón
hleypur fram, en það hafði aldrei skeð áður,
svo menn hefðu spurnir af og alls ekki á þess-
ari öld, sem þá var að líða. Fn hvernig stóð á
þvi? Jú, ég þóttist sjá, hvað olli. Kvíslin, sem
klýfur sig úr Skeiðará (undir jöklinum) austan
við Grænfjallstangann og beygir vestur að Súlu-
tindum og er svo kölluð Súla, er hún er komin
saman við Súlnadalsá, — hún hafði breytt sér
í síðasta Skeiðarárhlaupi, vatnsröndin komizt
miklu nær Grænalónsdalnum og þar með rask-
að svo til, að bráðlega hefur opnazt leið í far-
veg Súlu.
Það gat engum dulizt, hefði Grænalón hlaup-
ið, því að það þurfti að sækja fé á hverju
hausti inn í Jtann tanga, er Núpsá lokar, svo
að Jrað kemst ekki lengra, þegar hún rennur.
Frarn yfir hana var ófært þarna mönnum og
skepnum, varð að fara allt aðra leið.
Þetta hlaup, 1897, hefur farið yfir mestan
hluta sandsins frá Skaftafellsbrekkum að Hörðu-
skriðu, er var á miðsandinum og fyrra sælu-
húsið var reist á, og svo á nokkrum kafla vestan
miðsands og mikið fram úr Súlu.
Næsta Skeiðarárhlaup 1903 [í maí]. Því fylgdi
mikill eldgangur. Það flæddi liæst af Jreim, sem
ég hef kynnzt. Það fór hér yfir hrauntangana,
þvert vestur yfir Rauðabergsmýri, Djúpáraura
vestur yfir Brunná og Hverfisfljót og yfir hraun-
tangann, svo að nærri lá, að það kæmist í Eld-
vatnið þar uppi á vegi.
Ég var að koma úr Víkurferð og ætlaði sem
leið lá veginn sunnan við hrauntangann, því
að vegurinn lá nokkurn spiil með hrautangan-
um að austan inn á móts við Hvol. Er ég kom
austur yfir Eklvatnið, mæti ég Jtessum ófögnuði,
sem lokaði leiðinni inn með tanganum. Það
beljaði yfir allan tangann að l'raman, og varð
að finna aðra lcið.
Nú hætti ég, þótt margt Jturfi skýringar —
og óminnzt á annað.
Úr bréfi til Sigurðar Þórarinssonar,
dags. 14. desember 1956.
Þú spyrð mig fyrst um, hvar ég liafi verið
á Birninum, er ég sá gosið 1903. Það er nú
ekki vel gott að átta sig á því fyrir víst á kort-
inu. Þó held ég Jrað sé á hnúk í 880 m hæð.
JÖKULL 141