Jökull - 01.12.1965, Side 36
Það var á liæsta hnúknum þar í kring, en
heldur framarlega, svo var þaðan að sjá sem
grjótrák lægi frá tindinum, sem gosmökkurinn
kom. upp hjá, alla langleiðina mitt á milli
Grænafjalls og Færinestinda, sem máske hefur
verið aska. Þetta gos er það mesta, er ég man
eftir, og að líkindum með meira vatnsflóði, og
eldur sást viðvarandi allt sumarið og gufu lagði
þar yfir veturinn eftir, um það að ári liðnu.
Hlaupið 1913 man ég ekki um, hvað það
stóð lengi. Mig minnir það standa stutt. yfir, en
það kom víða fram af sandinum. Ég mun hafa
farið fyrstur yfir sandinn, þá með póst, og var
ekki fullfjarað úr sumum farvegum. Það hafði
nálega sprengt alla jökulbrúnina frá Sigurðar-
fitaál og austur á móts við það, sem sæluhúsið
er nú, nema smáhöft, en þar fyrir austan voru
stærstu skörðin upp í jökulinn. Það er ekki
gott að álykta vatnsmagnið, þar sem hlaupið
sprengdi jökulinn á öðrum degi frá því að
vart verður við hlaupið og flóðaldan stígur
strax svo hátt, að lítið hækkar á eftir, en þá
rennur það fram á 3—4 dögum og er fullminnk-
að eftir viku, allt annað þegar er að vaxa á
aðra viku og þó er eftir aðalgusan, sem stendur
þá skamman tíma. Þessi hlaup stóðu yfir skamm-
an tíma. En 1922 voru bæði Núpsvötn og Skeið-
ará lengi að vaxa. Einkennilegt var, að það mun
hafa farið að vaxa fyrst útundir miðsandi, og
það vissu menn ekki til fvrri. Ég var þá að
fara með póst austur og var þá Skeiðará búin
að vera í vexti í 5. daga, og fór sama dag út-
vfir. Daginn eftir var allt ófært, sögðu Skaft-
fellingar. Arið 1913 fór ég eftir skógi; þegar
ég kom að Súlu, sá ég hún var svo á litinn,
að það mundi ekki vera eðlilegt, hélt samt
áfram í næstu brekkurnar við hana, svo ég sæi
hvað henni liði. Talsvert óx á meðan ég var
fyrir innan, en ekki mikið. Var þá orðið áliðið
dags, en morguninn eftir er héðan að heiman
að sjá allt eyrarlaust. Ég ger ráð fyrir, að eitt-
hvað lítið eitt hafi hækkað í eftir það, en alls
ekki mikið. Grænálónshlaupið 1935 var að
vatnsmagni miklu meira en 1939, en þau voru
livort um sig með miklu meira vatnsmagni fram
úr Súlu en Skeiðarárhlaupin 1934 og 1938, sem
bæði voru minni hér en 3 undanfarin hlaup,
einkum hlaupið 1903. En stærsta hef ég séð jak-
ana eftir hlaupið 1898 eða öllu heldur hefur
það verið 1897, og virtist okkur það étskiljan-
legur kraftur að koma því bákni fram á sand-
inn, er þar lá.
142 JÖKULL
Frá félaginu
ÚR SKÝRSLU FORMANNS.
Nýr skáli reistur i Jökulheimum.
„A uppstigningardag 1965 lagði 10 manna
hópur upp frá Revkjavík, en tveir þeirra,
Magnús Jóhannsson og Guðmundur Jónasson,
ætluðu í jökulferðina, hinir til skálagerðar. Var
þar fyrst yfirsmiður, Stefán Bjarnason, sem
einnig teiknaði skálann, Páll Pálsson húsasmið-
ur, Halldór Gíslason trésmiður og málari, Hörð-
ur Hafliðason þúsundþjalasmiður. Þrjár konur
höfðu tekið að sér að annast matseld skála-
manna. Auður Ólafsdóttir — með son, Ingi-
björg Arnadóttir — með tvær ungar dætur —
og Ólína Sigurgeirsdóttir. A sunnudag bættumst
við Pétur Sumarliðason í þennan hóp, og urðu
smiðir þannig sex að tölu, því að ég tek það
skýrt fram, að ég gerði lítið gagn, þótti veður
kalt og vott og dró mig löngum inn í eldhús-
ylinn.
Er ekki að orðlengja j^að, að þeir skálasmiðir
sóttu verkið svo fast, að í vikulokin 5. júní var
skálinn reistur, járn á þaki og tvöfalt gler í
gluggum, þrátt fyrir mjög óhagstætt vinnuveð-
ur flesta daga, stundum svo að varla var stætt
við útivinnu nema fyrir hörkumenn. En ég
dáðist með sjálfum mér að því, hversu allt var
vandlega og vel unnið þrátt fyrir þetta.
Síðar á sumrinu var sett gólf í skálann og
vandlega borið lakk á það. Veggir og þak voru
einangruð með plasti og vann Pétur Sumarliða-
son mest að því, en hann dvaldist í Jökulheim-
um frá 1. júní til 12. september og vann félag-
inu mörg þarfleg handtök.
Ýmsir urðu til að greiða götu félagsins ;.
sambandi við efniskaup. Völundur h.f. sléttaði
15.000 kr. reikning í 10.000, Plastiðjan sló 10—
15% af sínum varningi, Guðm. Jónasson lánaði
flutningsbíla fyrir hálfvirði eða minna. En
mesta hönk upp í bak okkar eiga þeir skála-
smiðir, sem ekkert hafa heimtað og ekkert
fengið fyrir sína miklu vinnu — enn sem kornið
er. — Nú er eftir að klæða skálann að innan,
og er vonandi að það megi takast í sumar.
Ég get ekki látið hjá líða að þakka þeim kon-
unum, sem tóku Jrátt í ferðum þessum, bæði
ágæta matreiðslu og þó sérstaklega hagsýni
þeirra við innkaup vista, Án Jaess að orðlengja