Jökull


Jökull - 01.12.1967, Page 14

Jökull - 01.12.1967, Page 14
á „suðurbungujl og „hábungu". Hjá J. Ó. er hábunga hluti af suðurbungu. Hann telur Kötlu 1500—2000 m norður af há- bungu (austast) og mælir þá ekki vega- lengdina frá hákollinum heldur frá rót- um bungunnar að norðan. Þá telja þeir fjórmenningarnir 6—7 km frá Kötlu aust- ur að skriðjöklinum, „sem gengur niður á Mýrdalssand". Munu þeir óefað telja skriðjökulinn hefjast þar, sem jökullinn flæðir út um þrengslin norður af Huldu- fjöllum, en sé Mynd 1 bls. 239 athuguð, sést, að þaðan eru einmitt 6 til 7 km að ketilsigunum. Tel ég því óyggjandi rök hníga að því, að ketilsigin séu þar, sem Kötlugjá var 1918. HLAUP í MÚLAKVÍSL 20. JANÚAR 1956 Síðla árs 1955 var jökulstofn Múlakvíslar óvenjumikill miðað við árstíma. Réði þar mestu, að jökulvatn Höfðabrekkujökuls lá nú nær allt í Múlakvísl, en Skálm kornlítil. Síð- ustu daga desember minnkaði Múlakvísl skyndi- lega, og úr henni hvarf allur jökullitur. Skálm hélzt óbreytt. Þetta ástand hélzt til 20. janúar 1956 eða um mánaðartíma. Þá kom jökulhlaup í Múlakvísl og stóð hluta úr degi. Hámark var aðeins 50 m3/s. Rennslið var með eðlilegum hætti um kvöldið. Um hádegisbil næsta dags óx áin á ný, en fjaraði von bráðar aftur. Ég kom á vettvang 24. janúar til að rannsaka verksummerkin. Valmundur Björnsson brúar- smiður, sem fylgdist náið með daglegum breyt- ingum árinnar, sagði meðal annars: „Eftir litn- um á vatninu að dæma, tel ég ekki líklegt, að þetta vatn hafi komið ofan úr Kötlu, svo gjör- ólíkt var það hlaupinu síðastliðið vor.“ Síðar um daginn flaug Björn Pálsson yfir Mýrdals- jökul og sá, að hlaupið liafði úr tveimur eða þremur smálónum í Huldufjöllum og Rjúpna- gili. Það varð ekki kannað frekar. Samkvæmt lauslegum mælingum taldist mér til, að hlaup- vatnið hafi verið eitthvað nálægt 3,5 Gl. UM KÖTLUHLAUP Sökum hins mikla tjóns á mönnum og eign- um, sem hin stóru Kötluhlaup geta valdið, er æskilegt að geta 1) sagt fyrir um jökulhlaup, 2) gert aðvart strax og hlaup hefst, 3) greint strax, hvers eðlis hlaupið er. Þar sem jökulhlaupið 25. júní 1955 kom einnritt meðan unnið var að þykktarmælingum með dynamitsprengingum á jöklinum, hefur verið spurt, livort sprengingarnar geti hafa komið þessu hlaupi af stað. Því verður hvorki svarað játandi né neitandi hér, en rétt er að benda á, að jökulhlaupið brauzt undan Höfða- brekkujökli kl. 20.00, en á tímabilinu 14.30 til 19.00 sama dag mældust í Reykjavík 8 jarð- skjálftar (M = 2—4), sem áttu sér upptök á Kötlusvæðinu (Eysteinn Tryggvason 1960). Ekki verður fullyrt, að svo stöddu, hvernig jarð- skjálftarnir eru tengdir hlaupinu, en líklegt verður að telja, að þeir hafi orðið samfara elds- umbrotum undir jöklinum. Leiðangursmenn, sem staddir voru á jöklinum, töldu sig hafa fundið einn jarðskjálftakipp og urðu iðulega að fresta eða bíða með mælingu um stund, þar til kyrrð komst á sveiflunema. Þá er einnig að því spurt, hvort Katla hafi ekki létt af sér með hlaupinu í júní 1955, þ. e. hvort ekki megi gera ráð fyrir, að stórhlaup, sem kæmi nú, yrði þessu minna. En sé þess gætt, að fyllzt hefur aftur upp í sigdældirnar og jökullinn náð svipaðri þykkt og áður, verð- ur að svara þessu neitandi. Hlaupið frá 1955 sýnir okkur það eitt, svo að ekki verður um villzt, að vatn getur safnazt fyrir inni í jökl- inum. Vart hefur allur forðinn náð framrás í hlaupinu í júní 1955. Þessi birgðastöð skýrir að nokkru hin stóru hlaup, sem ætla má sam- kvæmt myndum og öðrum allöruggum heimild- um að risið hafi snöggvast upp í hundrað þús- und eða jafnvel nokkur hundruð þúsunda m3/s. Til þess að fylgjast með þessari vatns- söfnun væri mikilvægt að mæla hæðarbreyting- ar jökulsins í Kötlukvos eigi sjaldnar en á 5 ára fresti og bora niður i vatnsgeyminn. 248 JÖKULL 17. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.