Jökull


Jökull - 01.12.1967, Síða 63

Jökull - 01.12.1967, Síða 63
unar á beitilöndum. Þátttakendur í báðum þessum ferðum leituðu að Stórasjó. P. Nielsen og félagar lians leituðu að Stórasjó í norður frá Litlasjó, þar sem hann er sýndur á korti Björns Gunnlaugssonar, en fundu ekki, en Skaftfellingarnir töldu Þórisvatn vera Stórasjó! Arangur þessara tveggja kiinnunarferða sýnir ljóslega, að Stórisjór er mönnum týndur og sú leit að honum, sem segja má, að staðið hafi síð- an, hefur yfirleitt verið fólgin í tilraunum til útskýringa á nöfnum og hugsanlegum nafna- ruglingi. Sá fyrsti, sem reynir að skýra hvarf Stórasjó- ar sem afleiðingu af nafnaruglingi er Þorvaldur Thoroddsen. í Ferðabók, þar sem hann er að lýsa Veiðivötnum, segir hann m. a.: „Svo tekur við stærra vatn, sem ég ekki hefi heyrt nafn á, og því næst geysilangt vatn inn eftir öllu. Það kalla Landmenn nú Litlasjó og er það þó langstærst af öllum Veiðivötnum og líklega nærri eins vatnsmikið eins og öll hin til sam- ans. Mér er nær að halda, að þetta vatn sé liinn eiginlegi Stórisjór, og ræð ég það meðal annar af uppdrætti Björns Gunnlaugssonar... Hinn rétti Stórisjór hefir orðið að Litlasjó, en Litlisjór hefir týnt nafninu og orðið nafnlaus.“ Þorvaldur Thoroddsen kom til Veiðivatna. sumarið 1889 og skrifaði mjög ýtarlega lýsingu af ferð sinni. Þar segir hann m. a. þetta um veiðitímann: „Það eru helzt Landmenn, sem nú stunda veiði við vötnin, en langt er þangað og torsótt, einkum vegna Tungnaár, sem oft getur orðið ófær og alltaf er viðsjál. Menn fara þangað um sláttinn. . . Hingað er aldrei farið seint, því að um réttir getur Tungnaá orðið ófær af grunnstingli og krapa, svo iirðugt er að komast til byggða.“ - Þessar tilvitnanir lýsa vel hinni miklu breytingu, sem orðið hefur á veiðitímanum frá því í byrjun kalda loftslags- tímabilsins, þegar farið var seint á haustin og snemma á vorin. Þorvaldur kallar vötnin Veiðivötn og segir Landmenn eingöngu þekkja þau undir því nafni og er það nafn nú algerlega einrátt. I ritum kemur það ekki fyrir fyrr en á seinni hluta 19. aldar í sambandi við skjalafölsun og ritdeilur út af örnefnum í Njálu. Munum við eftirleiðis nota Veiðivatnanafnið í þessari grein. Arið 1925 birtust tvær hugleiðingar um Stóra- sjó í Tímanum. Sú fyrri var eftir Guðmund Árnason í Múla, en sú síðari eftir Fr. le Sage de Fontenay sendiherra. — Pálmi Hannesson rektor skrifaði grein í Náttúrufræðinginn árið 1955. Nefnist hún Sögnin um Stórasjó. Rekur hann þar helztu heimildir um Stórasjó og ræðir það, hvernig þessar sagnir séu til komnar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að annaðhvort sé um að ræða annað nafn á Þórisvatni eða: „Að sagnirnar um Stórasjó séu uppspuninn einn, orðnar til fyrir áhrif frá nafni Litlasjávar.“ — Aðrir hafa ekki fjallað um Stórasjó í rituðu máli, en Sigurjón Rist vatnamælingamaður lét þá skoðun í Ijós í Ríkisútvarpinu árið 1962, að Stórisjór gjálpaði við Landeyjasancl, þ. e. a. s. væri úthafið sjálft. Okkar afskipti af Stórasjó hófust árið 1965, er Haukur Tómasson jarðfræðingur var í Jökul- heimum á leið að hugsanlegum stíflustæðum á Tungnaá ofan Svartakróks. Pétur Sumarliðason kennari var þá í Jökulheimum við veðurathug- anir og lét þess getið við Hauk, að hann telcli Stórasjó hafa verið farveg Tungnaár. Benti hann á það, hversu vel lýsing Sveins Pálssonar á við aðstæður í Tungnaárlægðinni niður frá Jökulheimum. Við skulum nú líta nánar á ferð Sveins Páls- sonar árið 1795. Sveinn og fylgdarmaður hans fóru um Rangárbotna og yfir Tungnaá hjá Tangafossi og þaðan til Veiðivatna eftir nokkra dvöl í Þóristungum við svanaveiðar. Er þeir komu til Veiðivatna, skall á J)á versta veður með roki og rigningu og síðar snjókomu og sandbyl. Gat Sveinn af þeim sökum lítið farið um Veiði- vatnasvæðið, og er lýsing hans á því að mestu leyti byggð á frásögn fylgdarmannsins, sem var þar vel kunnugur. Þar segir meðal annars: „Helztu vötnin, sem vitað er um, eru þessi: Stóri-Sjór, nyrztur og rnestur allra, vogskorinn mjög og ef til vill samsettur úr mörgum smá- vötnum. Nær hann lengra norður en menn hafa farið. Austan og norðan að honum liggur hár fjallsröðull, sem allra nyrzt endar í hátt gnœfandi keilumynduðum tindi, sem enginn veit deili á. Ef til vill er hann i Hágöngum þeim, sem áður getur. Úr Stóra-Sjó rennur á undir hrauninu suðvestur í Stóra-Fossvatn. . . Til suðausturs rennur vatn úr Stóra-sjó í Grænavatn, mikið stöðuvatn vestan undir háu fjalli.. . í fyrndinni kvað samt mest að veið- inni í Stóra-Sjó, en síðan hefur hún lagzt niður vegna þess, að menn þóttust varir báta á norð- anverðu vatninu og fleiri ummerkja eftir JÖKULL 17. ÁR 297
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.