Jökull - 01.12.1967, Síða 79
Júlídagar á Vatnajökli
PÉTUR ÞORLE I FSSON
Að kvölcii þess 19. júlí 1967 safnaðist saman
á Reykjavíkurí'lugvelli sjö manna hópur úr
Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Höfðum
við ákveðið að freista þess að fara á skíðum
suður yfir Vatnajökul með viðkomu í Kverk-
fjöllum og nokkurra daga dvöl i Grímsvötnum.
Þessir bjartsýnu ferðalangar voru, auk mín,
þeir Birgir Rafn Jónsson, Hákon Sigurðsson,
Gunnar Gunnarsson, Jörundur Guðmundsson,
Freyr Bjartmars og Garðar Siggeirsson.
Við liófum fyrsta áfanga þessa ferðalags með
því að stíga um borð í Blikfaxa Flugfélags Is-
lands. Eftir tæplega klukkustundar flug, lengst
af í þoku, var lent heilu og höldnu á Akur-
eyrarflugvelli. Þar biðu okkar framámenn Flug-
björgunarsveitarinnar á staðnum með íormann
sinn, Gísla Lórenzson í fararbroddi, en þeir
höfðu tekizt á hendur að flytja okkur næsta
dag suður að Dyngjujökli, sem er einn af skrið-
jöklum Vatnajökuls, eins og kunnugt er.
Eftir góða næturhvíld hjá félögum okkar á
Akureyri var lagt af stað. Farartækin voru tveir
fjallabílar Flugbjörgunarsveitar Akureyrar. Var
annar notaður undir farangur okkar, en hinn
undir mannskapinn og stjórnaði honum stór
og stæðilegur náungi, Hallgrímur Gíslason að
nafni. Haldið var austur sveitir, sem leið ligg-
ur, og aðeins numið staðar sem snöggvast á
Fosshóli við Skjálfandafljót. Einnig var höfð
nokkur dvöl í Reynihlíð við Mývatn, en þar
snæddum við liádegisverð.
I þungskýjuðu og þokufullu veðri var lagt á
Mývatnsöræfi áleiðis austur að Jökulsá á Fjöll-
um. Heldur þótti okkur kuldalegt um að litast,
því að fjöll voru flest hvít niður í miðjar lilíð-
ar. Var nú haldið áleiðis í Herðubreiðarlindir,
og var vegur góður. I Þorsteinsskála í Lindun-
um komum við um hálf fjögur leytið og höfð-
um þar um einnar stundar viðdvöl. Þaðan var
svo ekið greitt suður á vikra og áleiðis vestur
að Dyngjufjöllum. Við Drekagil var sveigt til
vinstri að Dyngjuvatni og gekk ferðin greitt.
Frá vatninu var tekin stefna á Dyngjujökul,
skammt austan Urðarháls, og er sú vegalengd
um 20 km. Heldur fannst okkur jökuljaðarinn
óhreinn, en að könnun lokinni kom í ljós að
skammt var upp í svo til hreinan snjó.
Félagar okkar, Akureyringarnir, gerðu það
ekki endasleppt, því að þeir skildu ekki við okk-
ur, fyrr en allt dótið var komið á snjó. Við
kvöddum nú Akureyringana, hlóðum sleðana
og tókum stefnu upp á Dyngjujökul í átt til
Kverkfjalla. Þá var klukkan um 11 að kvöldi
og sól að setjast, en allan seinni part þessa
dags, sem var fimmtudagur, liafði hún skinið
af heiðum himni. Eftir sólfall tók að frysta og
léttist færið brátt, enda snjór nýfallinn. Hing-
að og þangað um jökulinn voru sandhryggir,
þreytandi yfirferðar, en er hærra dró á jökul-
inn, liurfu þeir smátt og smátt.
Um klukkan 2.30 létum við staðar numið og
höíðum þá farið á að gizka 5 km. Við reistum
nú tjöld okkar í flýti og hófum matseld, en
því næst var farið i háttinn. Föstudaginn 2L
júlí var farið á ról kl. 8.30. Var veður þá liið
fegursta og færi ágætt. Héldum við nú áfram
í suðausturátt, og er við höfðum skammt larið
opnaðist útsýn til Kverkfjalla og sýndust þau
skammt undan. Um hádegisbilið vorum við
staddir í línunni Kistufell—Kverkfjöll, og var
þá numið staðar og hafin eldamennska. Sólin
var nú komin hátt á loft, og færi tekið að þyngj-
ast. Okkur kom saman um að ferðast heldur á
nóttunni, þar eð illverandi var undir berum
hirnni yfir hádaginn. Við þraukuðum þó áfram
til kl. 4 um daginn, og vorum þá staddir suð-
vestur af Kverkfjöllum. Þarna slógum við upp
tjöldum í annað sinn og dunduðum við hitt
og þetta fram undir kvöklið. Við höfðum hugs-
að okkur að láta tjöldin standa þar, sem þau
JÖKULL17. ÁR 313