Jökull - 01.12.1967, Síða 80
væru komin, og fara lausir að skoða Kverk-
fjöllin.
Er lagzt var til hvíldar um 9 leytið, var þoka
tekin að síga á fjöll. Klukkan 4.S0 laugardag-
inn 22. júlí var farið á ról. Þá var sólin að
koma upp og hvergi skýskaf á lofti. Var nú
uppi fótur og fit og ferðbúizt i flýti. Tókurn
við aðeins með okkur mat til dagsins, ísaxir
og kaðla. Skammt sýndist til fjallanna, en gang-
an sú tók okkur þó fjóra og hálfan tíma, enda
mest öll á fótinn. í Kverkfjöllum dvöldumst
við svo meirihluta laugardagsins og leiddist okk-
ur ekki dvölin, því að margt var að sjá og
heyra. Þar mun vera eitt mesta jarðhitasvæði
á landi hér og litadýrð ótrúleg. Fórum við á
skíðum um allan vesturhluta fjallanna og aust-
ur að kverkinni, sem fjöllin draga nafn sitt af.
Þaðan var stórfelld útsýn yfir sporða skriðjökl-
anna miklu, Dyngjujökuls og Brúarjökuls. Held-
ur sýndist okkur sá síðarnefndi ótætislegur yfir
að líta, og mun hann ófær hverju kvikindi,
enda hljóp hann fram haustið 1963, sem al-
kunnugt er. Um sex leytið um kvöldið komu
þeir síðustu svo til tjaldanna, þreyttir og svang-
ir, en hæstánægðir eftir ógleymanlegan dag.
Að morgni sunnudagsins 23. júlí tókurn við
okkur upp, hlóðum sleðana og sögðum skilið
við Kverkfjöll að sinni. Var þá alldimm þoka
í Kverkfjöllum. — In Kverkfjöll.
Photo P. Thorleifsson.
hið neðra, en létt til loftsins. Var nú tekin
áttavitastefna á Grímsvötn og skiptust menn á
um að ganga á undan, sinn klukkutímann hver,
og gekk sá laus, er stefnunni réði. Upp úr há-
degi birti snögglega til og sólin skrúfaði hita-
mælinn í 30° C, og var þá ekki um annað að
ræða en setjast að og tjalda. Reyndu menn
nú að blunda, en hitinn í tjöldunum reyndist
nær óbærilegur, og var helzta úrræðið að ausa
íshellir á Grímsfjalli.
An ice cave on Grimsfjall.
Photo P. Thorleifsson.
314 JÖKULL 17. ÁR