Jökull - 01.12.1967, Qupperneq 81
Horft frá Færinestindum
yfir Skeiðarárjökul að
Lómagnúp.
A view from Fcerinestind-
nr over Skeidarárjökull
towards Lómagnúpur.
Photo P. Thorleifsson.
hver annan snjó. Þó tókst flestum að ná nokk-
urn svefn, en aftur var lagt af stað um tíu
leytið um kvöldið, enda var þá þoka sigin yfir
og snjór farinn að stirðna. Hafður var á sami
hátturinn, einn látinn ganga á undan með átta-
vitann. Þannig var haldið áfram í þoku og
hríðarmyrkri til rúmlega tvö um nóttina og
urðum við ]rá varir þess, að halla tók undan
fæti, og gerðust sleðar léttir í drætti.
Grunaði okkur þá, að við mundum vera að
nálgast Grímsvötnin. Skömmu seinna birti til,
og sáum við þá svarta hamra Grímsfjalla fram-
undan. Þar sem færi var einstaklega gott og
menn vel á sig komnir, tókum við stefnuna
vestur og suður fyrir Grímsvatnadalinn og létt-
um ekki ferðinni fyrr en við skála jöklamanna
á Svíahnúk eystri, en þangað komum við á há-
degi mánudagsins 24. júlí. Heldur var mann-
skapurinn lágreistur, er komið var í hlað í
Grímsvatnaskála eftir fjórtán klukkustunda
giingu. I skálanum áttum við geymdar matar-
hirgðir, er þeir jöklamenn, Halldór Gíslason,
Hiirður Hafliðason og Gunnar Guðmundsson
höfðu flutt þangað rúmum mánuði áður, og
vil ég nota tækifærið og þakka þeim kærlega.
Fyrsti dagurinn á Grímsfjalli fór í að hvíla sig,
en er menn höfðu jafnað sig, var slegið upp
veizlu mikilli, er stóð fram yfir hádegi á þriðju-
dag, 25. júlí. Að henni lokinni fórum við að
kanna íshella rnikla vestur af Svíahnúk eystri.
Hellar þessir eru merkilegir mjög, og ætlaði að
reynast erfitt að ná mönnum upp á yfirborðið
aftur.
Allan þennan dag og næsta á undan grúfði
svarta þoka yfir Grímsvötnum, en veður var að
öðru leyti rnilt og kyrrt. En næstu nótt skall á
þreifandi norðan stórhríð með mikilli veður-
hæð og talsverðu frosti. Var þá ekki um ann-
að að ræða en halda sig inni við. Skemmtu
menn sér við spil og lestur góðra bóka, og
þótti okkur furðu mikið úrval góðra bóka á
jafn afskekktum stað. Þessi veðurofsi stóð hvíld-
arlítið allan miðvikudaginn og fimmtudaginn,
og varð varla nokkurt hlé á, og ekki hefðum
við trúað því, að júlíveður á Vatnajökli gæti
skipzt svo í tvö liorn. Er við vöknuðum á föstu-
JÖKULL 17. ÁR 315